Troðfullt á fjölskylduhátíð ungra X-D
Ungir sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ stóðu fyrir fjölskylduhátíð í dag. Veðurspáin var ekki hagstæð og því var gripið til þess ráðs að tjalda stóru partýtjaldi. Mikil fjöldi lagði leið sína á hátíðina þar sem grillaðar voru pylsur. Þá var hoppukastali fyrir börnin,og gleðigjafinn Jarl úr Vestmannaeyjum mæti galvaskur og tók trúbadorastemminguna á þetta. Nemendur úr Heiðarskóla sem sýnt hafa söngleikinn Frelsi komu fram og vöktu verðskuldaða athygli. Rúsínan í pylsuendanum var sjarmatröllið Jogvan frá Færeyjum sem sló botnin í hátíðina með ljúfum tónum, bæði íslenskum sem færeyskum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins voru á hátíðinni og ávarpaði Ragnheiður Elín Árnadóttir gesti og kynni meðframbjóðendur flokksins í kjördæminu. Mikill hugur og gleði ríkti á hátíðinni og er augljóst að sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ koma vel tilbúnir í kosningavikuna framundan.
Frétt og myndir frá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi.