Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tölum saman um jólainnkaupin
Föstudagur 4. desember 2009 kl. 13:18

Tölum saman um jólainnkaupin

Nú er árið senn á enda og jólin eru rétt handan við hornið. Fjölskyldur vilja hittast um jólahátíðina og njóta þess að vera saman. Sameinast við matarborðið með ömmu og afa og við jólatréð með allar gjafirnar.


Nú eru erfiðir tímar á mörgum heimilum og því ætti fólk að skipuleggja sig vel fyrir jólin og hugsa vel um það í hvað á að verja peningunum og hvaða jólagjafir á að kaupa. Gjafirnar þurfa heldur ekki að vera dýrar til að gleðja. Þá er ágætt ráð að kaupa gjafirnar fyrir 15. desember ef þær eru greiddar með greiðslukorti því það borgar sig ekki að fresta gjalddaganum langt fram á næsta ár og eiga þá varla pening fyrir mat handa börnunum okkar.


Ræðið það innan fjölskyldunnar hversu miklu þið ætlið að eyða í jólagjafir og jólamatinn. Og mikið væri nú gaman að sjá það að Stöð 2 opnaði á jóladagskrá sína í sjónvarpinu fyrir þá sem minna mega sín um jólin. Þeir sem ekki geta leyft sér mikið í mat og gjöfum, gætu þá a.m.k. notið skemmtilegrar jóladagskrár í sjónvarpinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Fyrr en varir verða jólin liðin og kaldur veturinn tekur við. Förum strax að hugsa til vorsins og betri tíðar. Sjáum tækifærin og treystum á sjálf okkur. Það koma nýjar fréttir á hverjum degi um landið sem við byggjum. Sumir dagar eru erfiðir og aðrir skemmtilegir. Förum inn í alla daga með bros á vör.

Birgitta Jónsdóttir Klasen
náttúrulæknir.