Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 29. janúar 2002 kl. 09:35

Tillögur Grindavíkurlistans felldar

Síðari umræða um fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fór fram nýlega og var áætlunin samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, en Grindavíkurlistinn sat hjá.Bæjarfulltrúar Grindavíkurlistans, sem er Samfylkingarfélag Grindavíkur, lögðu til að fjárveiting til viðhalds áhaldahúss og girðingar við það, samtals ellefu milljónir, yrði felld út. Í sömu tillögu lagði Grindavíkurlistinn til að féð yrði notað til að greiða niður máltíðir grunnskólanema, hita upp fyrirhugaðan göngustíg frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð að íþróttasvæði bæjarins og gera hjólabrettaaðstöðu við grunnskólann. Eins lögðu þeir til að féð yrði notað til að fara að tillögum íþrótta- og æskulýðsnefndar um aukið fé til tækjakaupa í þreksal sundlaugarinnar. Tillagan ver felld með atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024