Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tilkynning frá knattspyrnudeild Keflavíkur vegna andláts Hafsteins Guðmundssonar
Föstudagur 4. maí 2012 kl. 14:27

Tilkynning frá knattspyrnudeild Keflavíkur vegna andláts Hafsteins Guðmundssonar



Sunnudaginn 29. apríl andaðist Hafsteinn Guðmundsson fyrrverandi formaður  og þjálfari ÍBK. Hafsteinn var íþróttakennari á Suðurnesjum í 43 ár og forstöðumaður Sundhallar Keflavíkur og Sundmiðstöðvar.
Hafsteinn var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, heiðurskrossi ÍSÍ, heiðurskross KSÍ, gullmerki ÍBK, heiðursgullmerki Keflavíkur, gullmerki knattspyrnudeildar Keflavíkur, var heiðursfélagi UMFK.

Hafsteinn lék á sínum tíma með landsliði Íslands, meistaraflokki Vals í knattspyrnu og síðar með ÍBK Hafsteinn var formaður ÍBK frá stofnun 1956 og til 1975, formaður UMFK 1978-1981 í stjórn KSÍ 1968-1972, í landsliðsnefnd KSÍ og síðan einvaldur 1969-1973.

Knattspyrnudeildin vill sýna þessum mikla leiðtoga og höfðingja virðingu sýna og mun mfl. karla spila með sorgarbönd í leiknum á sunnudaginn kemur.
Knattspyrnudeildin sendir eftirlifandi eiginkonu Hafsteins Jóhönnu Guðjónsdóttur og börnum þeirra þeim: Hafdísi, Hauk, Svölu, Brynju og Sigrúnu innilegar samúðarkveðjur.

f.h. knattspyrnudeildar Keflavíkur

Þorsteinn Magnússon
Formaður

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024