Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Til þeirra er málið varðar
Laugardagur 5. apríl 2014 kl. 13:38

Til þeirra er málið varðar

– Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir skrifar

Bréfið hér að neðan sendi ég á fulltrúa N- listans þann 28. mars 2014. N- listinn hefur ekki talið þörf a að svara bréfi minu. Ég tel hins vegar eðlilegt að þetta bréf verði birt almenningi.

Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir



Til þeirra er málið varðar.

Ég hef áhuga á að starfa að bæjarmálum á næsta kjörtímabili.Ég tel aðalatriðið ekki vera hvar í flokki menn standa eða hafa staðið heldur hvort hægt verði að vinna betur nú en á síðasta kjörtímabili.Til að svo megi verða er nauðsynlegt að minni og meirihluti bæjarstjórnarinnar vinni sem ein heild.Það er hagsmunamál allra bæjarbúa að bæjarfulltrúar séu hafnir yfir persónulegar þrætur og dægurþras, geti þess i stað einbeitt sér að uppbyggingu og nýsköpun bæjarbúum til heilla.

Eins og við vitum fór mikill og dýrmætur tími núverandi minni og meirihluta á þessu kjörtímabili í vörn og sókn. Tími sem hefði betur verið varið í að vinna að hugmyndum til að skapa enn betra mannlíf og bæjarfélag.Garðbúar hafa sýnt þegar á reynir að þeir geta staðið saman. Til að fólki líði betur hér í bænum og við fáum fólk til að flytja hingað tel ég að þeir sem koma til með að stjórna bæjarfélaginu þurfi að geta farið fram og sýnt að það séu ekki bara innantóm orð að baki þeirra vilja til að vinna fyrir bæjarfélag sitt.

Hvaða kröfur eiga íbúarnir til bæjarfulltrúanna? er það ekki m.a. að þeir sýni ábyrgð í stjórnun og geti afstýrt því ef hætta steðjar að sem varðar gæti heildarhagsmuni bæjarbúa?

Á fundi sem ég átti með Jónínu og Pálma fyrir nokkrum vikum þar sem ég lýsti yfir einlægum vilja mínum til starfa fyrir N-listann á komandi kjörtímabili var ég spurð þeirrar spurningar hvort ég teldi mig hafa traust kjósenda?

Er það ekki einmitt N-listans að svara en ekki mitt.

Ég geng út frá því að N-listinn samanstandi af fólkinu og var er ég gekk til liðs við ykkur og myndaði nýjan meirihluta vorið 2012 með e.t.v. örlitlum breytingum.

Tilgngurinn með því var að breyta þeirri framvindu sem ég sá fyrir að myndi gerast sumarið 2012 með stjórn þess meirihlutar sem ég var í. Með þvi að segja mig úr þáverandi meirihluta D.-lista og óháðra og freistaði ég þess að ná frekari frið um skólann. Til stóð að "hreinsa" út úr skólanum stjórnendur og kennara. Eins og flestir muna var þá þegar búið að reka skólastjórann sem gert var síðla árs 2011 og kostaði bæjarfélagið mikla fjármuni.

Sú ákvörðun sem ég tók var ekki sársaukalaus en þessi ákvörðun mín  átti eftir að koma í veg fyrir að "stórslys" yrði hér í skólamálum í þessum annars yndislega bæ.

Við vitum öll hvernig framhaldið varð. Áætlun mín var að sjálfsögðu að vinna út þetta kjörtímabil en persónulegar aðstæður vegna mála sem tengdust fatlaðri dóttur minni og framgöngu félagsmálayfirvalda varðandi mál hennar gerðu stöðu mína það flókna að ég gat hvorki aðstoða hana í sinni baráttu né setið um leið sem bæjarfulltrúi.

Fulltrúi L-listans var á þeim tíma búin að lýsa yfir ákvörðun sinni til að kljúfa þennan nýja meirihluta sem við höfðum myndað saman sumarið 2012.Því fór sem fór.Ég sá eina leið og hún var að segja af mér sem ég gerði og tel ég hafi sýnt ábyrgð við þær aðstæður sem ég persónulega var í á sama tíma og pólitísk staða þess meirihluta var afar veik.

Ég tel það miða við þá stöðu sem ég var í eina rétta ákvörðunin sem ég gat tekið.Þá ákvörðun varð ég að taka ein.

Ég legg því þá spurningu er ég var spurð, fyrir ykkur;hvort þið teljið mig hafa unnið nægilega vel fyrir N-listann og bæjarbúa Garðs?

Vinsamlegast áframsendist á N-listann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024