Til íbúa Vatnsleysustrandarhrepps vegna sameiningarkosninga
Eftir Birgi Þórarinsson og Kristinn Þór Guðbjartsson.
Ágæti íbúi. Þann 8. okt. nk. verður kosið um sameiningu Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar. Upphaf malsins má rekja til sameiningarátaks Félagsmálaráðuneytisins og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga. Í framhaldi lét sveitarstjórn gera skoðanakönnun meðal íbúa um hvaða sameiningarkosti þeir teldu vænlega, ef kjósa þyrfti um sameiningu. Niðurstaðan var sú að öðru fremur hefðu íbúar áhuga á því að kjósa um sameiningu við Hafnarfjörð. Skoðanakönnun þessi hefur hins vegar verið gagnrýnd töluvert og á sú gagnrýni að nokkru leiti rétt á sér, án þess að það verði rætt hér frekar. Það er skylda hvers sveitarstjórnarmanns að vera stöðugt að leita leiða til þess að bæta sitt samfélag og þjónustuþætti þess. Skoða ber því kosti og galla sameiningar vandlega.
Mikilvægt er að umræðan sé málefnaleg og að íbúarnir hafi góðan tíma til þess fara yfir málið svo þeir geti myndað sér skoðun. Skýrsla sú sem sveitarstjórn lét óháða aðila vinna um kosti og galla sameiningar hefur nú litið dagsins ljós, nokkru seinna en ráð var fyrir gert. Margt fróðlegt er að finna i skýrslu þessari. Sumt er vel unnið en annað hefði betur mátt fara.
Sameining felld
Síðast var kosið um sameiningu fyrir réttum 10 árum og var hún felld með miklum meirihluta. Frá þeim tíma hefur sveitarfélagið tekið mjög miklum breytingum, þjónustustigið aukist til muna og íbúum fjölgað verulega. Lagt hefur verið i mikla fjarfestingu í markaðsmálum, sem nú er farinn að skila sér í auknum útsvarstekjum, sem aftur gefur sveitarfélaginu meira svigrúm til athafna í þágu íbúanna. Áhugi á sveitarfélaginu er mikill og framtíðarmöguleikar þess eru verulegir, ekki síst vegna landfræðilegrar staðsetningar og mikils landrýmis. Land sem fjárfestar af höfuðborgarsvæðinu eru farnir að ásælast. Þetta er vinum okkar i Hafnarfirði vel kunnugt. Til gamans má geta þess að á okkar fyrsta samráðsfundi ræddu Hafnfirðingar einungis tvö málefni, Keilisnes og Trölladyngjusvæðið. Hvorutveggja er i Vatnsleysustrandarhreppi !
Reynslan af sameiningu
Háskólinn á Akureyri hefur gert viðamiklar rannsóknir á sameiningu sveitarfélaga. Þar er að finna góðar upplýsingar um áhrif sameiningar. Þar kemur m.a. fram að enginn sparnaður næst fram í stjórnsýslu við sameiningu sem er athyglisvert. Þar kemur einnig fram að jaðarsveitarfélögum hættir til þess að vera afskipt eftir sameiningu.
Sjálfstæði hvers sveitarfélags er ákaflega mikilvægt. Það er ómetanlegt að geta haft eitthvað um sitt nánasta umhverfi að segja. Ekki síst í umhverfis- og skipulagsmálum. Hvernig byggð viljum við sjá í framtíðinni? Hvar viljum við að hún rísi, i hversu miklu mæli o.s.frv. Verði sameining erum við orðinn hluti af nýju 23.000. manna samfélagi. Hverfandi líkur eru á því að íbúar Vatnsleysustrandarhrepps myndu hafa þar einhver áhrif. Allar ákvarðanir yrðu teknar i Hafnarfirði.
Sameiningarskýrslan
Of langt mál yrði hér að fara í gegnum sameiningarskýrsluna í heild sinni. Hvað þjónustuþáttinn varðar þá vekur mesta athygli að ekki verður séð að mikil breyting verði á þjónustu við íbúana við sameiningu. Helst er rætt um strætisvagnaferðir inn í Hafnarfjörð. Óvíst er hversu margir myndu nýta sér þær þegar upp er staðið. Almennt er þessi samgöngumáti lítið notaður í dag og reksturinn erfiður. Ferðum er þá gjarnan fækkað eða þær felldar niður til að mæta sparnaði.
Á öðrum sviðum, t.d. hvað varðar Brunavarnir, mun þjónustan versna við sameiningu. Viðbragðstími mun aukast verulega, en hver mínúta getur þar skipt sköpum. Skýrsluhöfundar gefa sér einnig forsendur sem eru engan veginn öruggar. T.d. þær að áfram verði boðið upp á akstur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Óraunhæft er að gera ráð fyrir þessu verði sameining. Almennt tekur skýrslan ekki á málefnum aldraðra og er það miður en mikil uppbygging er þegar hafin í þessum málaflokki í hreppnum.
Í stuttu máli má segja að niðurstaða skýrslunnar sé sú að semja þurfi upp á nýtt um ýmsa þjónustu sem við höfum nú þegar. Sveitarfélagið hefur átt 25 ára farsælt samstarf við sveitarfélögin á Suðurnesjum um ýmsa þjónustuþætti eins og fjölbrautaskóla, tónlistarskóla, heilbrigðiseftirlit, sorphirðu, dvalarheimili aldraðra, brunavarnir, heilsugæslu, barnaverndarmál o.fl. Sameining við Hafnarfjörð myndi þýða endalok þessa ágæta samstarfs. Reynslan hefur sýnt að enginn trygging er fyrir því að staðið verði við það sem samið er um við sameiningu. Í því sambandi má t.d. nefna að markaðsvirði hlutar Vatnleysustrandarhrepps í Hitaveitu Suðurnesja er allt að 800 milljónir. Ef ákvörðun yrði tekin, í nýju sameinuðu sveitarfélagi, um að selja hlutinn er enginn trygging fyrir því að hreppsbúar fengju að njóta þeirra miklu fjármuna sem myndu losna og þeir réttilega eiga.
Fjárhagsstaða og skattar
Peninga- og skattalegur samanburður milli sveitarfélaganna er athyglisverður. Nettóskuldir á hvern íbúa eru mun meiri i Hafnarfirði. Útsvarsprósenta er sú sama i báðum sveitarfélögunum. Fasteignaskattar þeir sömu. Skattar munu því ekki lækka við sameiningu.Lóðarleiga er hærri í hreppnum en á móti kemur að verð á lóðum er mun lægra. Skattar á fyrirtæki eru lægri í Vatnsleysustrandarhreppi og munu því hækka við sameiningu. Veltufé frá rekstri er hærra á hvern íbúa í Vatnsleysustrandarhreppi sem þýðir að hreppurinn hefur meira til ráðstöfunar á hvern íbúa heldur en Hafnarfjörður. Leikskólagjöld eru lægri í hreppnum og munu því hækka við sameiningu. Boðið er upp á leikskóladvöl 1 árs barna í hreppnum en ekki í Hafnarfirði svo fátt eitt sé nefnt.
Niðurstaða
Við höfum vegið og metið kosti og galla sameiningar eftir okkar bestu sannfæringu. Niðurstaðan er sú að við treystum okkur ekki til þess að mæla með sameiningu við Hafnarfjörð. Við teljum að áframhaldandi uppbygging og stefnumótun Vatnsleysustrandarhrepps til framtíðar sé best borgið í höndum heimamanna sjálfra. Sveitarfélagið hefur á að skipa hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að taka þátt í slíkri vinnu. Vegsemd Vatnsleysustrandarhrepps byggir á fólkinu sem þar býr og þeim sem þar vilja búa. Handan við hornið bíða mikil tækifæri. Leyfum íbúunum sjálfum að njóta þeirra og ráðstafa þeim. Flytjum ekki ákvörðunarvaldið burt úr heimabyggð.
Bestu kveðjur heim.
Höfundar sitja í hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps
Birgir er í námsleyfi i Washington DC
Kristinn er i námsleyfi í Danmörku
Ágæti íbúi. Þann 8. okt. nk. verður kosið um sameiningu Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar. Upphaf malsins má rekja til sameiningarátaks Félagsmálaráðuneytisins og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga. Í framhaldi lét sveitarstjórn gera skoðanakönnun meðal íbúa um hvaða sameiningarkosti þeir teldu vænlega, ef kjósa þyrfti um sameiningu. Niðurstaðan var sú að öðru fremur hefðu íbúar áhuga á því að kjósa um sameiningu við Hafnarfjörð. Skoðanakönnun þessi hefur hins vegar verið gagnrýnd töluvert og á sú gagnrýni að nokkru leiti rétt á sér, án þess að það verði rætt hér frekar. Það er skylda hvers sveitarstjórnarmanns að vera stöðugt að leita leiða til þess að bæta sitt samfélag og þjónustuþætti þess. Skoða ber því kosti og galla sameiningar vandlega.
Mikilvægt er að umræðan sé málefnaleg og að íbúarnir hafi góðan tíma til þess fara yfir málið svo þeir geti myndað sér skoðun. Skýrsla sú sem sveitarstjórn lét óháða aðila vinna um kosti og galla sameiningar hefur nú litið dagsins ljós, nokkru seinna en ráð var fyrir gert. Margt fróðlegt er að finna i skýrslu þessari. Sumt er vel unnið en annað hefði betur mátt fara.
Sameining felld
Síðast var kosið um sameiningu fyrir réttum 10 árum og var hún felld með miklum meirihluta. Frá þeim tíma hefur sveitarfélagið tekið mjög miklum breytingum, þjónustustigið aukist til muna og íbúum fjölgað verulega. Lagt hefur verið i mikla fjarfestingu í markaðsmálum, sem nú er farinn að skila sér í auknum útsvarstekjum, sem aftur gefur sveitarfélaginu meira svigrúm til athafna í þágu íbúanna. Áhugi á sveitarfélaginu er mikill og framtíðarmöguleikar þess eru verulegir, ekki síst vegna landfræðilegrar staðsetningar og mikils landrýmis. Land sem fjárfestar af höfuðborgarsvæðinu eru farnir að ásælast. Þetta er vinum okkar i Hafnarfirði vel kunnugt. Til gamans má geta þess að á okkar fyrsta samráðsfundi ræddu Hafnfirðingar einungis tvö málefni, Keilisnes og Trölladyngjusvæðið. Hvorutveggja er i Vatnsleysustrandarhreppi !
Reynslan af sameiningu
Háskólinn á Akureyri hefur gert viðamiklar rannsóknir á sameiningu sveitarfélaga. Þar er að finna góðar upplýsingar um áhrif sameiningar. Þar kemur m.a. fram að enginn sparnaður næst fram í stjórnsýslu við sameiningu sem er athyglisvert. Þar kemur einnig fram að jaðarsveitarfélögum hættir til þess að vera afskipt eftir sameiningu.
Sjálfstæði hvers sveitarfélags er ákaflega mikilvægt. Það er ómetanlegt að geta haft eitthvað um sitt nánasta umhverfi að segja. Ekki síst í umhverfis- og skipulagsmálum. Hvernig byggð viljum við sjá í framtíðinni? Hvar viljum við að hún rísi, i hversu miklu mæli o.s.frv. Verði sameining erum við orðinn hluti af nýju 23.000. manna samfélagi. Hverfandi líkur eru á því að íbúar Vatnsleysustrandarhrepps myndu hafa þar einhver áhrif. Allar ákvarðanir yrðu teknar i Hafnarfirði.
Sameiningarskýrslan
Of langt mál yrði hér að fara í gegnum sameiningarskýrsluna í heild sinni. Hvað þjónustuþáttinn varðar þá vekur mesta athygli að ekki verður séð að mikil breyting verði á þjónustu við íbúana við sameiningu. Helst er rætt um strætisvagnaferðir inn í Hafnarfjörð. Óvíst er hversu margir myndu nýta sér þær þegar upp er staðið. Almennt er þessi samgöngumáti lítið notaður í dag og reksturinn erfiður. Ferðum er þá gjarnan fækkað eða þær felldar niður til að mæta sparnaði.
Á öðrum sviðum, t.d. hvað varðar Brunavarnir, mun þjónustan versna við sameiningu. Viðbragðstími mun aukast verulega, en hver mínúta getur þar skipt sköpum. Skýrsluhöfundar gefa sér einnig forsendur sem eru engan veginn öruggar. T.d. þær að áfram verði boðið upp á akstur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Óraunhæft er að gera ráð fyrir þessu verði sameining. Almennt tekur skýrslan ekki á málefnum aldraðra og er það miður en mikil uppbygging er þegar hafin í þessum málaflokki í hreppnum.
Í stuttu máli má segja að niðurstaða skýrslunnar sé sú að semja þurfi upp á nýtt um ýmsa þjónustu sem við höfum nú þegar. Sveitarfélagið hefur átt 25 ára farsælt samstarf við sveitarfélögin á Suðurnesjum um ýmsa þjónustuþætti eins og fjölbrautaskóla, tónlistarskóla, heilbrigðiseftirlit, sorphirðu, dvalarheimili aldraðra, brunavarnir, heilsugæslu, barnaverndarmál o.fl. Sameining við Hafnarfjörð myndi þýða endalok þessa ágæta samstarfs. Reynslan hefur sýnt að enginn trygging er fyrir því að staðið verði við það sem samið er um við sameiningu. Í því sambandi má t.d. nefna að markaðsvirði hlutar Vatnleysustrandarhrepps í Hitaveitu Suðurnesja er allt að 800 milljónir. Ef ákvörðun yrði tekin, í nýju sameinuðu sveitarfélagi, um að selja hlutinn er enginn trygging fyrir því að hreppsbúar fengju að njóta þeirra miklu fjármuna sem myndu losna og þeir réttilega eiga.
Fjárhagsstaða og skattar
Peninga- og skattalegur samanburður milli sveitarfélaganna er athyglisverður. Nettóskuldir á hvern íbúa eru mun meiri i Hafnarfirði. Útsvarsprósenta er sú sama i báðum sveitarfélögunum. Fasteignaskattar þeir sömu. Skattar munu því ekki lækka við sameiningu.Lóðarleiga er hærri í hreppnum en á móti kemur að verð á lóðum er mun lægra. Skattar á fyrirtæki eru lægri í Vatnsleysustrandarhreppi og munu því hækka við sameiningu. Veltufé frá rekstri er hærra á hvern íbúa í Vatnsleysustrandarhreppi sem þýðir að hreppurinn hefur meira til ráðstöfunar á hvern íbúa heldur en Hafnarfjörður. Leikskólagjöld eru lægri í hreppnum og munu því hækka við sameiningu. Boðið er upp á leikskóladvöl 1 árs barna í hreppnum en ekki í Hafnarfirði svo fátt eitt sé nefnt.
Niðurstaða
Við höfum vegið og metið kosti og galla sameiningar eftir okkar bestu sannfæringu. Niðurstaðan er sú að við treystum okkur ekki til þess að mæla með sameiningu við Hafnarfjörð. Við teljum að áframhaldandi uppbygging og stefnumótun Vatnsleysustrandarhrepps til framtíðar sé best borgið í höndum heimamanna sjálfra. Sveitarfélagið hefur á að skipa hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að taka þátt í slíkri vinnu. Vegsemd Vatnsleysustrandarhrepps byggir á fólkinu sem þar býr og þeim sem þar vilja búa. Handan við hornið bíða mikil tækifæri. Leyfum íbúunum sjálfum að njóta þeirra og ráðstafa þeim. Flytjum ekki ákvörðunarvaldið burt úr heimabyggð.
Bestu kveðjur heim.
Höfundar sitja í hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps
Birgir er í námsleyfi i Washington DC
Kristinn er i námsleyfi í Danmörku