Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Til hamingju með daginn
Mánudagur 5. desember 2011 kl. 12:06

Til hamingju með daginn


Virkjun mannauðs á Reykjanesi heldur uppá það að dagurinn í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. 5. desember ár hvert er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og ekki nóg með það því árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu.

Sjálfboðaliðar tilheyra sem betur fer stórum hluta þjóðarinnar. Er hægt að ímynda sér íþróttastarf, hjálpastarf, kirkjustarf og björgunarstarf án þess að hugsa til allra þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem taka þátt í því starf. Tíminn sem sjálfboðaliðar leggja fram í störfum sínum eru falin mikil verðmæti sem oft gleymist að reikna með. Þessi lítt skilgreindi hópur í samfélaginu gengur þvert á allar starfs- og menntunarstéttir, og nær til allra aldurshópa og sem betur fer er mikill fjöldi sjálfboðaliða virkur hér á Suðurnesjum. Sjálfboðaliðar eru hluti af þeim félagsauð sem er nauðsynlegur í hverju samfélagi. Þessi hópur er ekki hávær og því miður á hann sér allt of fáa talsmenn, en vinnur engu að síður stórlega vanmetin verk í þágu samfélagsins og því miður nýtur sjálfboðaliðastarf ekki ávallt viðeigandi virðingar. Að geta titlað sig sjálfboðaliði ætti að vera mikið virðingarheiti.

Við í Virkjun erum svo heppin að hafa stórann hóp sjálfboðaliða sem koma að námskeiðum og hópastarfi. Það eru að jafnaði um 30 sjálfboðaliðar að störfum í Virkjun á viku og sjálfboðaliðshópurinn fer sístækkandi. Hver og einn er að gefa sinn tíma og á sama tíma að fræða gesti virkjunar en eins og allir sjálfboðaliðar í Virkjun segja þá finnst þeim þeir fá þetta allt margfalt til baka. Kosturinn við að vera sjálfboðaliði er sá að maður getur valið það sem hentar manni best að gera og á sama tíma komist í kynni við þá fjölmörgu sem koma í Virkjun.

Allir geta orðið sjálfboðaliðar og látið gott af sér leiða.. Þú getur t.d. hringt í okkur í Virkjun, sími: 426-5388, og komið síðan á fund til okkur. Við getum boðið uppá fjölmörg tækifæri í sjálfboðaliðsmennsku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Til hamingju með daginn, sjálfboðaliðar og hafið þökk fyrir störf ykkar.

Gunnar Halldór Gunnarsson