Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þungar áhyggjur fíkniefnalögreglumanna á Suðurnesjum
Þriðjudagur 11. mars 2008 kl. 16:31

Þungar áhyggjur fíkniefnalögreglumanna á Suðurnesjum

Rannsóknarlögreglumenn sem vinna að fíkniefnamálum á Suðurnesjum lýsa þungum áhyggjum af niðurskurði fjárveitinga til Lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum á sama tíma og stóraukning hefur orðið í verkefnum tengdum innflutningi fíkniefna um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, og neyslu og sölu fíkniefna á Suðurnesjum.

Það er okkar mat að komi til þessara aðgerða verði veruleg skerðing á aðgerðum lögreglu og tollgæslu í þessum málaflokki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við teljum að þessar aðgerðir gangi þvert gegn stefnu um auknar aðgerðir í fíkniefnamálum, og í þeim felist lítill stuðningur stjórnvalda við fólkið sem Stöð 2 valdi menn ársins 2007.

Jafnframt viljum við lýsa yfir fullum stuðningi við Lögreglustjórann á Suðurnesjum og yfirstjórn embættisins, sem við teljum hafa sýnt mikinn metnað og framsýni í þessum málaflokki.

Loks teljum við það sanngjarna kröfu að allri óvissu um framhald málsins verði eytt. Þessi umræða hefur nú þegar raskað starfsfriði, og ljóst að komi til þessara framkvæmda verður alger óvissa um öryggi flugfarþega í Leifsstöð og íbúa á Suðurnesjum, þar sem löggæsla á svæðinu er nú þegar í algeru lágmarki, og má ekki við frekari skerðingu.


Grænási, 11. mars 2008.


Fíkniefnalögreglumenn Lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum.

Sent: Dómsmálaráðherra, fjölmiðlar, Landsamband lögreglumanna, Lögreglufélag Suðurnesja, bæjarstjórnir á Suðurnesjum.