Þú, um þig
Komdu sæll Ellert! Mikið var gaman að þú svaraðir bréfi mínu til Silju Daggar. Það kom mér ekkert á óvart. Það er hlutverk góðs leiðtoga að taka upp hanskan fyrir sitt fólk. Hafi einhver verið í vafa um hver ætti að taka upp hanskann fyrir hana þá lá það í augum uppi að það væri oddviti meirihlutans.
Fréttir eða skáldskapur
Ég sagðist ekki hafa skrifað henni fyrr þó mér þætti „veruleg slagsíða oft koma fram þegar fjallað væri um umræður á fundum”, en ég skrifaði henni nú vegna þess að beinlínis væri farið með rangt mál. Við þetta stend ég. Þú veist það jafnvel og ég að sagan um að Böðvar og Ólafur væru að vafra í minni tölvu á meðan þið hin voruð að ræða alvarleg mál á ekkert skylt við raunveruleikann. Ég átti satt að segja frekar von á því að þú værir maður til að viðurkenna að slík „fréttamennska” er hvorki „gagnrýnin” blaðamennska né góð.
Þú segir jafnframt. „Ef langhundar sem bókaðir eru í bæjarstjórn eru birtir orðrétt og athugasemdalaust er illa komið fyrir blaðamönnum”. Þarna er ég sammála þér. Til þess eru blaðamenn að fjalla (í samræmi við raunveruleikann) um það sem fram fer, en ekki aðeins að þóknast yfirvaldinu. Þegar bréf mitt birtist var t. d. ekki orð um bæjarstjórnarfundinn fyrr í þeirri viku. Þann dag var umfjöllun í Mbl. þar sem greint var frá tillögu sem ég flutti um að bæjarstjórn heimilaði ráðningu deildarstjóra við grunnskólana. Ég var að bjarga ykkur fyrir horn. Búið var að ráða deildarstjóra, þeir byrjaðir að starfa og búið að greiða þeim laun, án þess að samþykkt bæjarstjórnar lægi fyrir. Það er dæmi um slaka stjórnsýslu að svona geti gerst án þess að bæjarstjóri aðhafist nokkuð. Þarna var um handvömm þína að ræða og því fjallar „gagnrýni fréttamaðurinn” þinn ekki um slíkt.
Þá reynir þú að gera lítið úr mínum störfum er þú segir: „Vekur t.d. athygli á að eina sem nýráðinn forvarnar- og æskulýðsfulltrúi hafi til bruns að bera “að vera einkavinur bæjarstjórans”. Þetta er rétt hjá þér. Ég minnist þess heldur ekki að þú hafir bent á hvað Ragnar Örn hafi sérstaklega til brunns að bera í þetta starf.
Forystuvandi
Þá segir þú að þér finnist „leiðtogi minnihlutans seilast langt um skammt að ráðast á blaðamann Víkurfrétta til að ná sér í prik í innri valdabaráttu við samherja í eigin flokki.” Ég verð að viðurkenna að forystuvanda þekkir þú betur en ég. Það hefur hins vegar valdið þér áhyggjum að í Samfylkingunni er samhentur hópur bæjarfulltrúa og því hefur þú oft reynt að klifa á öðru. Ég hef notið þeirrar ánægju að leiða þann hóp og hef fullan hug á að gera það áfram. Ég hef ekkert þurft að standa í neinni baráttu fyrir því en ef fram kemur vilji fyrir öðru þá verður tekin um það lýðræðisleg ákvörðun. Að sjálfsögðu mun ég taka þeirri niðurstöðu og tel það ekkert eftir mér að vera í einhverju öðru sæti ef mitt samflokksfólk telur það heppilegra. Samfylkingin er öflug stjórnmálasamtök og á mun traustari grundvöll en svo að hún standi og falli með einhverjum einum forystumanni.
Þú leysir hins vegar ekki vanda þíns flokks með því að því að benda á aðra. Það er auðvitað til vansa að ekkert skuli vera vitað um hver verði leiðtogi Sjálfstæðismanna við næstu kosningar. Það sem fyrir liggur er að þú lofaðir því fyrir síðustu kosningar að hætta eftir þetta kjörtímabil. Jónína sem skipaði annað sætið er að flytja úr bænum. Mun Þorsteinn Erlingsson leiða listann eða Björk, verður það Böðvar Jónson eða Steinþór Jónsson. Þykir e.t.v. engum þeirra áhugavert að taka við eins og ástandið er að loknum þínum valdaferli í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Vonandi upplýsir þú lesendur um þetta fljótlega. Þú getur þá um leið útskýrt fyrir lesendum hvað nýráðinn forvarnar- og æskulýðsfulltrúi hafði til brunns að bera sem leiddi til þess að hann hafði slíka yfirburði að tillögu okkar um að auglýsa stöðuna var hafnað af ykkur í meirihlutanum.
Það er að vísu eitt af því sem “gagnrýni fréttamaðurinn” þinn sá ekki ástæðu til að segja frá. Já þær eru merkilegar þessar tilviljanir.
Með kveðju Jóhann Geirdal
Fréttir eða skáldskapur
Ég sagðist ekki hafa skrifað henni fyrr þó mér þætti „veruleg slagsíða oft koma fram þegar fjallað væri um umræður á fundum”, en ég skrifaði henni nú vegna þess að beinlínis væri farið með rangt mál. Við þetta stend ég. Þú veist það jafnvel og ég að sagan um að Böðvar og Ólafur væru að vafra í minni tölvu á meðan þið hin voruð að ræða alvarleg mál á ekkert skylt við raunveruleikann. Ég átti satt að segja frekar von á því að þú værir maður til að viðurkenna að slík „fréttamennska” er hvorki „gagnrýnin” blaðamennska né góð.
Þú segir jafnframt. „Ef langhundar sem bókaðir eru í bæjarstjórn eru birtir orðrétt og athugasemdalaust er illa komið fyrir blaðamönnum”. Þarna er ég sammála þér. Til þess eru blaðamenn að fjalla (í samræmi við raunveruleikann) um það sem fram fer, en ekki aðeins að þóknast yfirvaldinu. Þegar bréf mitt birtist var t. d. ekki orð um bæjarstjórnarfundinn fyrr í þeirri viku. Þann dag var umfjöllun í Mbl. þar sem greint var frá tillögu sem ég flutti um að bæjarstjórn heimilaði ráðningu deildarstjóra við grunnskólana. Ég var að bjarga ykkur fyrir horn. Búið var að ráða deildarstjóra, þeir byrjaðir að starfa og búið að greiða þeim laun, án þess að samþykkt bæjarstjórnar lægi fyrir. Það er dæmi um slaka stjórnsýslu að svona geti gerst án þess að bæjarstjóri aðhafist nokkuð. Þarna var um handvömm þína að ræða og því fjallar „gagnrýni fréttamaðurinn” þinn ekki um slíkt.
Þá reynir þú að gera lítið úr mínum störfum er þú segir: „Vekur t.d. athygli á að eina sem nýráðinn forvarnar- og æskulýðsfulltrúi hafi til bruns að bera “að vera einkavinur bæjarstjórans”. Þetta er rétt hjá þér. Ég minnist þess heldur ekki að þú hafir bent á hvað Ragnar Örn hafi sérstaklega til brunns að bera í þetta starf.
Forystuvandi
Þá segir þú að þér finnist „leiðtogi minnihlutans seilast langt um skammt að ráðast á blaðamann Víkurfrétta til að ná sér í prik í innri valdabaráttu við samherja í eigin flokki.” Ég verð að viðurkenna að forystuvanda þekkir þú betur en ég. Það hefur hins vegar valdið þér áhyggjum að í Samfylkingunni er samhentur hópur bæjarfulltrúa og því hefur þú oft reynt að klifa á öðru. Ég hef notið þeirrar ánægju að leiða þann hóp og hef fullan hug á að gera það áfram. Ég hef ekkert þurft að standa í neinni baráttu fyrir því en ef fram kemur vilji fyrir öðru þá verður tekin um það lýðræðisleg ákvörðun. Að sjálfsögðu mun ég taka þeirri niðurstöðu og tel það ekkert eftir mér að vera í einhverju öðru sæti ef mitt samflokksfólk telur það heppilegra. Samfylkingin er öflug stjórnmálasamtök og á mun traustari grundvöll en svo að hún standi og falli með einhverjum einum forystumanni.
Þú leysir hins vegar ekki vanda þíns flokks með því að því að benda á aðra. Það er auðvitað til vansa að ekkert skuli vera vitað um hver verði leiðtogi Sjálfstæðismanna við næstu kosningar. Það sem fyrir liggur er að þú lofaðir því fyrir síðustu kosningar að hætta eftir þetta kjörtímabil. Jónína sem skipaði annað sætið er að flytja úr bænum. Mun Þorsteinn Erlingsson leiða listann eða Björk, verður það Böðvar Jónson eða Steinþór Jónsson. Þykir e.t.v. engum þeirra áhugavert að taka við eins og ástandið er að loknum þínum valdaferli í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Vonandi upplýsir þú lesendur um þetta fljótlega. Þú getur þá um leið útskýrt fyrir lesendum hvað nýráðinn forvarnar- og æskulýðsfulltrúi hafði til brunns að bera sem leiddi til þess að hann hafði slíka yfirburði að tillögu okkar um að auglýsa stöðuna var hafnað af ykkur í meirihlutanum.
Það er að vísu eitt af því sem “gagnrýni fréttamaðurinn” þinn sá ekki ástæðu til að segja frá. Já þær eru merkilegar þessar tilviljanir.
Með kveðju Jóhann Geirdal