Þróttmiklar konur í Kvenfélagi Keflavíkur
Nú er Kvenfélag Keflavíkur að líða inn í sína vetrarstarfsemi. Verið er að undirbúa starfsárið sem er fjölþætt að venju, verkefni þess og skyldur. Þá meina ég skyldur við þegna vora, því Kvenfélögin í landinu eru jú líknarfélög. Nú kalla konur á konur til verka og er fyrsti fundur Kvenfélags Keflavíkur á þessum vetri, mánudaginn 7. október kl. 20.00 í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 6 Reykjanesbæ.
Á fundinum verður meðal annars kynnt og sýnd skartgripagerð og fá konur að spreyta sig. Allar konur eru velkomnar og vonum við Kvenfélagskonur að það eigi eftir að fjölga konum í Kvenfélaginu í vetur og konur á svæðinu sjái sig í hinu veigamikla hlutverki kvenfélagskonunnar.
Með von um framtakssaman vetur.
Sumarrós Hildur Ragnarsdóttir, stjórnarkona.