Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Laugardagur 19. janúar 2002 kl. 22:22

Þrjú sveitarfélög á Suðurnesjum fá aðvörun vegna fjárhagstöðu

Fjórðungur sveitarfélaga landsins hafa fengið aðvörun frá eftirlitsnefnd Félagsmálaráðuneytis með fjármálum sveitarfélaga, vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Þar á meðal eru þrjú sveitarfélög á Suðurnesjum. Þau eru Reykjanesbær, Vogar og nú einnig Sandgerði.Ástandið hefur versnað, því þeim sem fá viðvörun hefur fjölgað úr 20 í 31. Eftirlitsnefndin kannar allar lykiltölur í reikningum sveitarfélaganna og athugar framlegð sveitarsjóðs.

Fjögur sveitarfélög fá aðvörun vegna lélegrar framlegðar sveitarsjóðs en fyrir ári fengu 2 sveitarfélög slíka aðvörun. Þau sem voru aðvöruð síðast virðast hafa lagað stöðu sína því þeirra er að engu getið nú. Þau sem nú fá aðvörun eru Hvalfjarðarstrandarhreppur, Eyja- og Miklholtshreppur, Fellahreppur og Laugardalshreppur.

Tuttugu og sjö fá viðvörun vegna lykiltalna nú en síðast voru þau 18. Tíu voru aðvöruð vegna fremur alvarlegrar fjárhagsstöðu en 8 vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu að mati nefndarinnar. Fjögur þeirra sem voru aðvöruð vegna alvarlegrar stöðu síðast fá aftur aðvörun nú. Það eru Snæfellsbær, Sveitarfélagið Skagafjörður, Ólafsfjarðarbær og Vestmannaeyjabær.

Sjö þeirra tíu sem voru aðvöruð fyrir fremur alvarlega stöðu síðast fá aftur aðvörun nú. Þetta eru Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Vatnsleysustrandarhreppur, Borgarfjarðarsveit, Blönduósbær og Aðaldælahreppur.

Ný sveitarfélög á listanum eru hins vegar Bessastaðahreppur, Sandgerðisbær, Leirár- og Melahreppur, Borgarbyggð, Saurbæjarhreppur, Kirkjubólshreppur, Torfalækjarhreppur, Höfðahreppur þekktari sem Skagaströnd, Húsavíkurkaupstaður, Raufarhafnarhreppur, Þórshafnarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Rangárvallahreppur eða Hella, Villingaholtshreppur og Biskupstungnahreppur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024