Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Þríþrautakeppni næsta fimmtudag
Fimmtudagur 7. september 2006 kl. 14:38

Þríþrautakeppni næsta fimmtudag

Þríþrautakeppni verður haldin í Reykjanesbæ fimmtudaginn 14. september kl. 18:30 í umsjón íþróttafræðinema við Háskólann í Reykjavík og Íþróttaakademíunna í Reykjanesbæ.

Boðið verður upp á tvenns konar vegalengdir í þríþrautinni ásamt því að hægt er að keppa í einstaklings og liðakeppni:

400 metra sund / 10 km hjólreiðar / 2,5 km hlaup  ( Einstaklingskeppni einungis )

800 metra sund / 20 km hjólreiðar / 5 km hlaup   (Einstaklingskeppni / boðkeppni sem samanstendur af 3 einstaklingum og raðast greinarnar á þá einstaklinga ).

Karlar / Konur / Liðakeppni

Þátttökugjald – Greiðist á staðnum fyrir keppni.
1500 krónur pr. mann í einstaklingskeppni og 2500 krónur pr. lið í liðakeppninni.

Keppendur eru á eigin ábyrgð í þríþrautinni !

Sund:  400 m / 800 m. Sundið fer fram í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar

Hjólreiðar:   10 km / 20 km    Hjólað er frá sundlauginni og út fyrir bæinn í átt að Garði og tilbaka til sundlaugarinnar.  HJÁLMASKYLDA !

Hlaup:  2,5 km / 5 km. Loks er hlaupið um miðbæ Reykjanesbæjar.

Tilvalin leið fyrir einstaklinga og fyrirtæki að skora á hvort annað í að taka þátt í skemmtilegri og líflegri keppni í hjarta Reykjanesbæjar.

Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. (Karlar /Konur /Liðakeppni)
Mótið er opið og ekki skipt með aldursflokkaskiptingu.

Fitumæling verður í boði fyrir þá sem vilja.

Veitingar að keppni lokinni í Íþróttaakademiunni.

Skráningarfrestur rennur út þriðjudaginn 12. september 2006 klukkan 22:00 !
Skráningar skulu berast á veffangið [email protected] og [email protected]

Upplýsingar um mótið er hægt að nálgast í síma 861-3379 og 868-6687.
Allir velkomnir

Mæting er hjá Sundmiðstöð Keflavíkur, Vatnaveröld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024