Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 4. apríl 2002 kl. 09:33

Þriðjungur hefur sótt bæjarstjórnarfund

Á vef Reykjanesbæjar er í gangi skoðanakönnun, þar sem bæjarbúar geta í hverjum mánuði svararð spurningu varðandi bæjarmálin, fjölskylduna, aðsókna að ákveðnum atburðum eins og listviðburðum og íþróttakappleikjum og fleiru.Alls tóku 65 manns þátt í skoðanakönnun marsmánaðar á vefnum en þá var spurt „Hefur þú sótt bæjarstjórnarfund?".

Af þeim sem svöruðu sögðu 34% Já og 66% Nei.

Fundir bæjarstjórnar eru haldnir 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði í Risinu að Tjarnargötu 12, 3. hæð kl. 17:00 og er öllum heimill aðgangur.
Dagskrá funda er auglýst á vef Reykjanesbæjar á slóðinni www.reykjanesbaer.is

Í skoðanakönnun aprílmánaðar er spurt "Hvað gerir þú með fjölskyldunni þinni um helgar?".
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024