Þjónustusamningar í menningarlífinu
Framsóknarflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að Reykjanesbær geri þjónustusamninga við aðila úr menningarlífi bæjarins, líkt og gert hefur verið við íþróttafélög. Slíkir samningar yrðu gerðir til nokkurra ára í senn og myndu tryggja ákveðna fjárhæð til starfseminnar á hverju ári samningstímans.Í staðinn myndi samningaðilinn skuldbinda sig til þess að veita ákveðna þjónustu á samningstímanum. Ef um kór væri að ræða gæti sveitarfélagið keypt af kórnum ákveðinn fjölda tónleika á ári sem hægt væri að nýta við ýmis tækifæri í bæjarlífinu.
Mikill vöxtur
Í Reykjanesbæ hefur menningarlíf vaxið og dafnað á undanförnum árum. Það er staðreynd að með blómlegu menningarlífi og öflugri listsköpun eflum við jákvæða sjálfsmynd okkar, hvort sem við erum ung eða gömul. Við Framsóknarmenn viljum leggja áherslu á að allir bæjarbúar hafi jafna aðstöðu til að njóta menningar og listar og að Reykjanesbær verði þekktur sem lista- og menningarbær. Ráðning menningarfulltrúa á þessu kjörtímabili var stórt skref í þá átt.
Vel sóttar sýningar
Nú fyrir skemmstu frumsýndu nokkrir grunnskólar hér í bæ söngleiki sem unnir voru alfarið af nemendum og kennurum þeirra, Jazzdansskóli Emelíu lauk sýningum á söngleiknum Annie og er skemmst frá því að segja að allar þessar sýningar hittu í mark þar sem nánast uppselt var á hverja sýningu. Þetta sýnir að að bæjarbúar eru vel með á nótunum.
Öflugt menningarlíf
Við höfum einnig starfandi hér öfluga kóra sem sett hafa ákveðinn blæ á menningu bæjarins í tugi ára. Við getum einnig státað af einu afkastamesta áhugaleikfélagi landsins sem setur aldrei færri en tvær stórsýningar á svið á hverju leikári. Myndlistarmenn hafa verulega aukið sitt starf með mikilli fjölbreytni og fjölda námskeiða og sýninga. Þá er ótalinn fjöldi annarra félaga og einstaklinga sem starfað hafa að menningartengdri starfsemi hér í bæ.
Menning sem forvörn
Það má heldur ekki gleyma því forvarnarstarfi sem vinnst með ýmiskonar menningartengdri starfsemi, því eins og við vitum þá hvorki geta né vilja öll börn stunda íþróttir og þess vegna þarf að auka fjárveitingu til styrktar menningu bæjarins og leggja áherslu á forvarnargildi menningarlegs uppeldis.
Guðný Kristjánsdóttir,
skipar 3.sæti B-listans í Reykjanesbæ.
Mikill vöxtur
Í Reykjanesbæ hefur menningarlíf vaxið og dafnað á undanförnum árum. Það er staðreynd að með blómlegu menningarlífi og öflugri listsköpun eflum við jákvæða sjálfsmynd okkar, hvort sem við erum ung eða gömul. Við Framsóknarmenn viljum leggja áherslu á að allir bæjarbúar hafi jafna aðstöðu til að njóta menningar og listar og að Reykjanesbær verði þekktur sem lista- og menningarbær. Ráðning menningarfulltrúa á þessu kjörtímabili var stórt skref í þá átt.
Vel sóttar sýningar
Nú fyrir skemmstu frumsýndu nokkrir grunnskólar hér í bæ söngleiki sem unnir voru alfarið af nemendum og kennurum þeirra, Jazzdansskóli Emelíu lauk sýningum á söngleiknum Annie og er skemmst frá því að segja að allar þessar sýningar hittu í mark þar sem nánast uppselt var á hverja sýningu. Þetta sýnir að að bæjarbúar eru vel með á nótunum.
Öflugt menningarlíf
Við höfum einnig starfandi hér öfluga kóra sem sett hafa ákveðinn blæ á menningu bæjarins í tugi ára. Við getum einnig státað af einu afkastamesta áhugaleikfélagi landsins sem setur aldrei færri en tvær stórsýningar á svið á hverju leikári. Myndlistarmenn hafa verulega aukið sitt starf með mikilli fjölbreytni og fjölda námskeiða og sýninga. Þá er ótalinn fjöldi annarra félaga og einstaklinga sem starfað hafa að menningartengdri starfsemi hér í bæ.
Menning sem forvörn
Það má heldur ekki gleyma því forvarnarstarfi sem vinnst með ýmiskonar menningartengdri starfsemi, því eins og við vitum þá hvorki geta né vilja öll börn stunda íþróttir og þess vegna þarf að auka fjárveitingu til styrktar menningu bæjarins og leggja áherslu á forvarnargildi menningarlegs uppeldis.
Guðný Kristjánsdóttir,
skipar 3.sæti B-listans í Reykjanesbæ.