Þjóðin með POWER að vopni
Um helgina bankar sölufólk og býður landsmönnum SÁÁ-álfinn til kaups. Álfurinn í bílnum, á skrifborðinu og í anddyri fyrirtækjanna er vitni um samhjálp okkar til þeirra sem þjást af fíknisjúkdómum. Nú steðjar mikil ógn að lífi ungra fíkla og líf margra er í hættu. Við ætlum að snúa vörn í sókn fyrir unga fólkið með Dilja Pétursdóttir í farabroddi. Hún leiðir íslenska fánann og álfinn inn á stóra sviði í Liverpool með sannkölluðu Eurovision POWER. Við fylgjum henni öll og tökum með okkur unga fólkið í landinu sem bíður eftir þeim krafti sem þarf til þessa að snúa lífinu aftur á sigurbraut. Það þarf samstöðu og kraft, POWER allar þjóðarinnar til að sigur vinnist í lífi unga fólksins sem berst við fíknina. Við sitjum saman og tökumst hönd í hönd og styðjum unga fólkið til betra lífs. Öll þjóðin undir kraftmiklum söng Diljár, Power í þágu unga fólksins sem fær að sjá úr hverju við erum gerð.
Það er rétt um 40 dagar í sumarsólstöður og sólin gefur okkur birtu inn í lífið án þess að ganga til viðar á Jónsmessunótt. Það er birtan og nýja lífið sem álfurinn ber inn í líf svo margra. Við þurfum á samstöðu þjóðarinnar að halda þegar sigur lífsins er í hættu. Við þurfum hvert og eitt að leggja unga fólkinu lið, leggja sjálfum okkur og leggjum lífinu lið. Finna þá tilfinningu sem samhjálpin gefur hverju hjarta sem á pláss fyrir álf sem gerir kraftaverk
Sölufólk betra lífs fyrir unga fólkið, býður landsmönnum álfinn til sölu alla helgina. Það er óslitin keðja sölufólks sem færir álfinn inn á hvert heimili og hvern vinnustað næstu daga. Þá gefum við fyrirtækjum og styrktaraðilum tækifæri til að kaupa stóra álfinn sem tákn um kraftmikið framlag, POWER fyrir unga fólkið.
Gefum unga fólkinu meira POWER!! og kaupum álfinn af sölufólki SÁÁ um helgina.