Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þjóðaratkvæðagreiðslur
Þriðjudagur 16. nóvember 2010 kl. 17:33

Þjóðaratkvæðagreiðslur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Raunveruleg þrískipting ríkisvalds, lýðræði og jafnrétti eru lykillinn að því að losa um skaðleg tök sérhagsmunaafla á íslensku samfélagi. Draga þarf skýrari mörk milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds og auka áhrif kjósenda í kosningum. Almenningur, þjóðin sjálf, þarf að geta gripið inn í mál á hverjum tíma og varið mikilvægustu hagsmuni sína. Mig langar að útskýra eitt þessara atriða nánar hér.

Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com.

Þjóðin geti sjálf gripið inn í mál – þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði almennings
Tryggja þarf í stjórnarskrá að almenningur geti, að eigin frumkvæði, knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál eða stjórnvaldsákvörðun með söfnun undirskrifta. Skilgreina þarf nákvæmlega hvaða mál yrðu hugsanlega undanþegin og eins hvaða skilyrði yrði að uppfylla til þess að gild krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu teldist komin fram. Þá þarf að ákveða hvaða skilyrði atkvæðagreiðslan sjálf þurfi að uppfylla til þess að niðurstaðan teldist gild, það er skilyrði um lágmarksþátttöku og þess háttar.

Slíkar atkvæðagreiðslur að frumkvæði almennings útiloka ekki aðrar leiðir til þess að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur, svo sem fyrir atbeina forseta Íslands eða tiltekins minnihluta á Alþingi.

Þótt þjóðaratkvæðagreiðslur fái aukið vægi er ekki þar með sagt að allaf sé verið að gera út um mál með þeim hætti. Einn helsti kosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslur, sem almenningur getur knúið fram, er fælingarmátturinn. Stjórnvöld eru líklegri til þess hafa almannahagsmuni að leiðarljósi og ganga fram af hófsemi ef þau vita að almenningur getur hvenær sem er skorist í leikinn.

Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing,

Hjörtur Hjartarson,
frambjóðandi nr. 3 3 0 4

www.dagskammtur.wordpress.com