Þetta var góð hugmynd
Á síðasta laugardag fór ég á meiriháttar íbúaþing sem haldið var í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Ég held að ég sé enn uppi í skýjunum yfir þessu framtaki, þessari nýjung og öllu því sem þar var á ferðinni. Þennan umrædda morgun hafði ég vaknað fyrir allar aldir og meira að segja hálftíma áður en vekjaraklukkan í farsímanum átti að vekja mig. Ég notaði þetta augnablik, eftir að hafa fengið mér kaffi og ristað brauð, til að hlusta á valin lög með Jim Reeves. Það er eitthvað svo notalegt að hlusta á djúpa og þýða rödd hans og lifa sig inn í ástar- og saknaðarboðskap laganna sem hann flytur.
Eftir að hafa baðað mig í ímyndaða stórhýsinu mínu var komið að því að klæða sig í betri fötin. Þar með var allt klárt, maðurinn vaknaður og kominn á ról, búinn að setja bíllyklana í jakkavasann og tilbúinn til að takast á við spennandi dag.
Þegar ég kom að dyrum íþróttaakademíunnar stundvíslega kl. 9 sagði maðurinn sem þar var að ég hefði ranglega lesið mér til um mætingartímann en hann væri kl. 9.45.
Ég ræddi því um daginn og veginn við þessa öðlingsmenn sem þarna voru að störfum við hellulagnir og fannst, án þess að hafa orð á því, að þarna mættu vera fleiri bílastæði fyrir væntanlega námsmenn.
Þetta er feikilega stórt og mikið mannvirki og sannaði fyrir mér að ,,sitthvað er að fara kollhnís og að fara kollhnís með háskólapróf í vasanum.”
Ég veit ekki enn af hverju ég var í svona góðu skapi þegar ég steig inn í íþróttaakademíuna en finnst ekki ólíklegt að sú árangursríka barátta við þær vellystingar sem ég hafði innbyrt mánuðinn á undan, hversu miklu betur ég passaði í betri fötin, hafi valdið þar nokkru um.
Íbúaþingið var sett með frábæru tónlistarfólki sem spilaði á harmonikur, ungir nemendur ásamt kennara sínum og áður en ég vissi af var ég farinn að slá taktinn á kynningarbækling sem ég hélt á í höndunum. Ég hreinlega naut þess að heyra muninn á hnappaharmoniku og píanóharmoniku og heyra á þær leikið saman. Þarna voru flutt meistaraverk af fimi og leikni með kraftmiklum takti og má næstum því segja að þar hafi verið ,,rokkað í Reykjanesbæ.” Þá var komið að bæjarstjóranum að flytja inngang og þar á eftir var okkur boðið til sætis á efri hæðinni í vistlegu fundarherbergi.
Mætingin hefði mátt vera betri, því þetta var eins flott og vel að þessu íbúaþingi staðið og frekast var kostur.
Endilega hafið það í huga að við byggjum öll þetta samfélag sem við búum í og það er ekki góð þróun fyrir íbúalýðræði og nota ekki svona tækifæri til að sýna sig og sjá aðra, viðra skoðanir og flytja stofuræðurnar í heyranda hljóði. Ég fullyrði að þar misstu fleiri en vildu af mögnuðum fundi.
Hugmyndirnar sem komu fram á íbúaþinginu voru mjög ólíkar og flokkuðust í vandamál, drauma og lausnir. Hver hugmyndin kom á fætur annarri, sumar djúphugsaðar, aðrar á léttari nótunum: Framtíðarsýn um Reykjanesbæ sem höfuðborg Íslands; afturhvarf til kærleika og góðra gilda, samskipta og virðingar hvert fyrir öðru; meiri kvóta; áhyggjur af varnarliðsmálum og atvinnulífi; enn öflugri baráttu gegn atvinnuleysi, tvöföldun Reykjanesbrautar; verðlag fasteigna og byggingaframkvæmdir á svæðinu; fleiri störf á háskólastigi, minni kostnað og meiri þjónustu fyrir börnin okkar og svo má áfram telja.
Inn á milli komu grunnskólanemendur með sínar hugmyndir að bættu samfélagi og ég dáðist að þessu unga fólki. Það vakti hjá mér athygli hvað fulltrúar nemenda í Myllubakkaskóla töluðu tæra og góða íslensku. Gaman þegar vel gengur. Þá komu fulltrúar fólksins innan bæjarfélagsins og útskýrðu helstu atriði sem væru á döfinni í hinum ýmsu málaflokkum, t.d. í skipulagsmálum, félagsmálum o.s.frv.
Ég sem var í þessu fína formi og eftir því í góðu skapi, lét gamminn geysa af því líkum krafti að ég uggði ekki að mér fyrr en fólkið var farið að snúa sér við í sætunum og glápa á mig. ,,Hver er þetta eiginlega? Er hann héðan, ha , ábyggilega? Nei, það getur ekki verið.”
Það var hreint ótrúlegt, þegar ég hafði fengið mér pizzu í boði velunnarra íbúaþingsins og gos með, hvað ég var sáttur við að hafa upplifað þennan dag, að hafa látið mig hafa það að mæta.
Ég vil að lokum óska bæjarstjóranum, herra Árna Sigfússyni og öllum þeim sem að þessu þingi stóðu til hamingju!! Ég er þess fullviss að svona þing á eftir að varpa björtu ljósi inn í framtíðina fyrir okkur öll.
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ.
Eftir að hafa baðað mig í ímyndaða stórhýsinu mínu var komið að því að klæða sig í betri fötin. Þar með var allt klárt, maðurinn vaknaður og kominn á ról, búinn að setja bíllyklana í jakkavasann og tilbúinn til að takast á við spennandi dag.
Þegar ég kom að dyrum íþróttaakademíunnar stundvíslega kl. 9 sagði maðurinn sem þar var að ég hefði ranglega lesið mér til um mætingartímann en hann væri kl. 9.45.
Ég ræddi því um daginn og veginn við þessa öðlingsmenn sem þarna voru að störfum við hellulagnir og fannst, án þess að hafa orð á því, að þarna mættu vera fleiri bílastæði fyrir væntanlega námsmenn.
Þetta er feikilega stórt og mikið mannvirki og sannaði fyrir mér að ,,sitthvað er að fara kollhnís og að fara kollhnís með háskólapróf í vasanum.”
Ég veit ekki enn af hverju ég var í svona góðu skapi þegar ég steig inn í íþróttaakademíuna en finnst ekki ólíklegt að sú árangursríka barátta við þær vellystingar sem ég hafði innbyrt mánuðinn á undan, hversu miklu betur ég passaði í betri fötin, hafi valdið þar nokkru um.
Íbúaþingið var sett með frábæru tónlistarfólki sem spilaði á harmonikur, ungir nemendur ásamt kennara sínum og áður en ég vissi af var ég farinn að slá taktinn á kynningarbækling sem ég hélt á í höndunum. Ég hreinlega naut þess að heyra muninn á hnappaharmoniku og píanóharmoniku og heyra á þær leikið saman. Þarna voru flutt meistaraverk af fimi og leikni með kraftmiklum takti og má næstum því segja að þar hafi verið ,,rokkað í Reykjanesbæ.” Þá var komið að bæjarstjóranum að flytja inngang og þar á eftir var okkur boðið til sætis á efri hæðinni í vistlegu fundarherbergi.
Mætingin hefði mátt vera betri, því þetta var eins flott og vel að þessu íbúaþingi staðið og frekast var kostur.
Endilega hafið það í huga að við byggjum öll þetta samfélag sem við búum í og það er ekki góð þróun fyrir íbúalýðræði og nota ekki svona tækifæri til að sýna sig og sjá aðra, viðra skoðanir og flytja stofuræðurnar í heyranda hljóði. Ég fullyrði að þar misstu fleiri en vildu af mögnuðum fundi.
Hugmyndirnar sem komu fram á íbúaþinginu voru mjög ólíkar og flokkuðust í vandamál, drauma og lausnir. Hver hugmyndin kom á fætur annarri, sumar djúphugsaðar, aðrar á léttari nótunum: Framtíðarsýn um Reykjanesbæ sem höfuðborg Íslands; afturhvarf til kærleika og góðra gilda, samskipta og virðingar hvert fyrir öðru; meiri kvóta; áhyggjur af varnarliðsmálum og atvinnulífi; enn öflugri baráttu gegn atvinnuleysi, tvöföldun Reykjanesbrautar; verðlag fasteigna og byggingaframkvæmdir á svæðinu; fleiri störf á háskólastigi, minni kostnað og meiri þjónustu fyrir börnin okkar og svo má áfram telja.
Inn á milli komu grunnskólanemendur með sínar hugmyndir að bættu samfélagi og ég dáðist að þessu unga fólki. Það vakti hjá mér athygli hvað fulltrúar nemenda í Myllubakkaskóla töluðu tæra og góða íslensku. Gaman þegar vel gengur. Þá komu fulltrúar fólksins innan bæjarfélagsins og útskýrðu helstu atriði sem væru á döfinni í hinum ýmsu málaflokkum, t.d. í skipulagsmálum, félagsmálum o.s.frv.
Ég sem var í þessu fína formi og eftir því í góðu skapi, lét gamminn geysa af því líkum krafti að ég uggði ekki að mér fyrr en fólkið var farið að snúa sér við í sætunum og glápa á mig. ,,Hver er þetta eiginlega? Er hann héðan, ha , ábyggilega? Nei, það getur ekki verið.”
Það var hreint ótrúlegt, þegar ég hafði fengið mér pizzu í boði velunnarra íbúaþingsins og gos með, hvað ég var sáttur við að hafa upplifað þennan dag, að hafa látið mig hafa það að mæta.
Ég vil að lokum óska bæjarstjóranum, herra Árna Sigfússyni og öllum þeim sem að þessu þingi stóðu til hamingju!! Ég er þess fullviss að svona þing á eftir að varpa björtu ljósi inn í framtíðina fyrir okkur öll.
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ.