Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þess vegna á Guðný Hrund erindi á þing !
Föstudagur 11. maí 2007 kl. 16:15

Þess vegna á Guðný Hrund erindi á þing !

Ég hef  þekkt Guðnýju Hrund, æskuvinkonu mína, frá því við vorum 7 og 8 ára. Við höfum brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina. Við vorum saman í grunnskóla og háskóla, í íþróttum og stjórnmálum, KFUM og skátunum. Við höfum líka unnið saman og áttum barn á sama árinu. Ég tel mig því þekkja mjög vel hvaða mann Guðný Hrund hefur að geyma og langar mig til að deila því með þér.

• Guðný Hrund er strangheiðarleg hugsjónakona og er með þá sterkustu réttlætiskennd sem ég þekki. 
• Guðný Hrund er dugnaðarforkur sem er með baráttuanda og þrautseigju sem þekkist varla annarsstaðar. 
• Guðný Hrund er víðsýn og vel að sér í flestum málum og ef hún þekkir málin ekki þá kynnir hún sér þau ofan í kjölinn.
• Guðný Hrund er einlægur jafnaðarmaður.
• Guðný Hrund er raunsæismanneskja.
• Guðný Hrund leggur jafna áherslu á efnahagsmál og velferðarmál veit að þau þurfa að dansa í takt.
• Guðný Hrund er sannur vinur vina sinna og hrókur alls fagnaðar þegar það á við.

Guðný Hrund hefur einlægan áhuga á samfélaginu sem hún býr í og fólkinu sem býr þar og starfar og því veit ég að Suðurnesjamenn geta ekki fengið betri fulltrúa á alþingi Íslendinga.

Ína Björk Hannesdóttir
Viðskiptafræðingur (mynd).
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024