Þess vegna á Guðný Hrund erindi á þing !
Ég hef þekkt Guðnýju Hrund, æskuvinkonu mína, frá því við vorum 7 og 8 ára. Við höfum brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina. Við vorum saman í grunnskóla og háskóla, í íþróttum og stjórnmálum, KFUM og skátunum. Við höfum líka unnið saman og áttum barn á sama árinu. Ég tel mig því þekkja mjög vel hvaða mann Guðný Hrund hefur að geyma og langar mig til að deila því með þér.• Guðný Hrund er strangheiðarleg hugsjónakona og er með þá sterkustu réttlætiskennd sem ég þekki.
• Guðný Hrund er dugnaðarforkur sem er með baráttuanda og þrautseigju sem þekkist varla annarsstaðar.
• Guðný Hrund er víðsýn og vel að sér í flestum málum og ef hún þekkir málin ekki þá kynnir hún sér þau ofan í kjölinn.
• Guðný Hrund er einlægur jafnaðarmaður.
• Guðný Hrund er raunsæismanneskja.
• Guðný Hrund leggur jafna áherslu á efnahagsmál og velferðarmál veit að þau þurfa að dansa í takt.
• Guðný Hrund er sannur vinur vina sinna og hrókur alls fagnaðar þegar það á við.
Guðný Hrund hefur einlægan áhuga á samfélaginu sem hún býr í og fólkinu sem býr þar og starfar og því veit ég að Suðurnesjamenn geta ekki fengið betri fulltrúa á alþingi Íslendinga.
Ína Björk Hannesdóttir
Viðskiptafræðingur (mynd).






