Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakklæti frá Virkjun
Miðvikudagur 8. apríl 2009 kl. 10:57

Þakklæti frá Virkjun

Móðir allra dyggða er þakklætið og við sem stöndum að verkefninu Virkjun mannauðs á Reykjanesi erum þakklát öllum þeim sem sýnt hafa Virkjun stuðning í orði og verki. Án stuðnings væri verkefnið ekki jafn vel á vegi statt og raun ber vitni. Helstu stuðningsaðilar verkefnisins eru Kadeco, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum,  sveitarfélögin, Verkalýðsfélögin á Suðurnesjum, Miðstöð simenntunr Fjölbrautarskólinn og Keilir. Þá hefur Virkjun notið góðvildar fjölda fyrirtækja og stofnana sem við þökkum fyrir, þar hefur Skólamatur.is verið í fylkingabrjósti. Fjöldi einstaklinga hefur lagt verkefninu lið með fyrirlestrum, leiðbeiningum og miðlað fólki af sérfræðikunnáttu sinni. Við þökkum þeim öllum.

Fjölmiðlar í Reykjanesbæ Tíðindin og Víkurfréttir hafa lagt verkefninu lið frá upphafi með fréttaflutningi og auglýsingum frá Virkjun. Þá hafa Víkurfréttir lagt til frían aðgang af fréttavef VF þar sem dagskrá Virkjunar er birt og fl. upplýsingar um starfsemina. Þá buðu VF upp á  ljósmyndanámskeið á dögunum og hafa verið mjög vakandi yfir starfseminni í heild sinni og þökkum við það sérstaklega. Okkur sem stöndum að Virkjun þykir því miður að merki þeirra (lógó) féll niður í blaði okkar sem kom út 30. mars sl.

Virkjun mannauðs á Reykjanesi hefur starfað frá því 15. janúar sl. og ljóst er að þörfin fyrir starfsemina er fyrir hendi og verður væntanlega um ókomna mánuði. Það er mikilvægt að starfsemin njóti áframhaldandi velvilja svo það uppbyggingastarf og þau tækifæri sem þar skapast fyrir fólk í leit að nýjum tækifærum í námi og atvinnu verði áfram í boði. Það er ljóst að verkefni sem þetta verður ekki til án stuðning og velvilja sem flestra og hvetjum við hér með fleiri til að bætast í stækkandi hóp Virkjunar.

Virkjun mun áfram kappkost að bjóða upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá í hverri viku á meðan þörf er á starfseminni. Við hvetjum alla sem leita nýrra tækifæra í atvinnu, námi eða hverskonar stuðningi að líta við í Virkjun á Vallarheiði. Útgáfa kynningarblaðs verður áfram á dagskrá en öllu jafnan er hægt að finna upplýsingar á www.virkjun.net og auglýsingadálki Reykjanesbæjar.

Með þakklæti f.h. Virkjunar mannauðs á Reykjanesi
Ásmundur Friðriksson verkefnastjóri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024