Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakklæti
Fimmtudagur 24. janúar 2008 kl. 10:21

Þakklæti

Ég þakka Víkurfréttum fyrir þennan heiður, Maður ársins, og allan þann hlýhug sem mér hefur verið sýndur af Suðurnesjamönnum með þetta verkefni og allan þann fjölda sem kaus mig.
Einnig vil ég þakka bæjarstjóranum og hans starfsfólki fyrir þeirra framlag og þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa styrkt Lund með fjárframlagi og í verki og ekki síst öllum þeim einstaklingum sem hafa lagt mér lið við að kynna verkefnið Lund og opnað sig fyrir nemendum, kennurum, foreldrum og öðrum og gera þeim grein fyrir þeim alvarlegu afleiðingum sem hljótast af misnotkun vímuefna á þau sjálf og aðstandendur þeirra.
Þessi styrkur gerir mig enn ákafari í að halda áfram að styrkja og stækka þetta verkefni og halda áfram að fræða almenning um skaðsemi þess að vera neytandi eða aðstandandi.
Það er greinilegt að eftir þessu hefur verið tekið og að þörf hafi verið á þessu.
Vona ég nú á nýju ári að fyrirtæki og einstaklingar taki vel í að styrkja Lund svo að við getum fjölgað dögum og veitt enn betri þjónustu.

Innilegar þakkir,
Erlingur Jónsson,
864-5452, www.lundur.net.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024