Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakkir til verktaka og Víkingaheima
Mánudagur 18. janúar 2010 kl. 10:39

Þakkir til verktaka og Víkingaheima

Íbúar við Framnesveg 15 í Keflavík vilja koma á framfæri þakklæti til Hauks Guðmundssonar og hans manna sem unnu við niðurrif og frágang á gamla Jökli við Framnesveg. Nætni og frágangur er til fyrirmyndar segja nágrannar og hafi Haukur og hans menn þökk fyrir segja íbúar að Framnesvegi 15 í bréfi til Víkurfrétta.


Þetta er ekki eina þakkarbréfið sem borist hefur Víkurfréttum, því starfsfólk Lax-á var á ferðinni um Reykjanesbæ á dögunum. Kom hópurinn við á veitingahúsi og síðan var einnig komið við í Víkingaheimum. Þar fékk hópurinn frábærar móttökur og fannst mikið til safnsins koma. Vildu starfsmenn Lax-á koma á framfæri þakklæti fyrir skemmtilega heimsókn til Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Mynd: Jökull sprengdur í loft upp seint á síðasta ári. Síðan þá hefur svæðið tekið miklum breytingum og verið hreinsað. Það eru íbúar við Framnesveg 15 mjög ánægðir með. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson