Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakkir til íbúa í Garði
Föstudagur 6. júní 2014 kl. 10:26

Þakkir til íbúa í Garði

Kæru íbúar Garðs.

Nú að afloknum kosningum er okkur hjá sjálfstæðismönnum og óháðum efst í huga þakklæti til kjósenda Garðs. Niðurstaða kosninganna er afgerandi og ánægjuleg fyrir okkur að finna samhljóm milli stefnu okkar og kjósenda Garðs. Þá viljum við þakka öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við kosningabaráttuna, lögðu leið sína til okkar og/eða tóku vel á móti okkur í heimsóknum.

Framundan eru spennandi tímar og af nægu að taka fyrir hönd bæjarfélagsins. Fjölbreyttur hópur framboðsins, nýliðarnir og reynsluboltarnir, hlakka  til að starfa fyrir Garðinn með Garðbúum. Í sameiningu munum við leggja rækt við Garðinn og uppskera bæjarfélag sem við getum verið stolt að tilheyra.

Bestu kveðjur
D-listi sjálfstæðismanna og óháðra

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024