Þakkir til foreldra!!!
Í nóvember s.l. stóð Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar fyrir ráðstefnu fyrir foreldra í bæjarfélaginu. Ráðstefnan þótti takast mjög vel og fór aðsókn framúr björtustu vonum þar sem foreldrar troðfylltu Kirkjulund. Við sem unnum að undirbúningi ráðstefnunnar viljum lýsa yfir ánægju okkar með þær jákvæðu mótttökur sem við fengum þegar við leituðum samstarfs við undirbúning ráðstefnunar. Jafnframt þökkum við öllum þeim sem að ráðstefnunni komu, bæði fyrirlesurum, foreldrafélögum, starfsmönnum FFR og ekki síst þeim foreldrum sem fjölmenntu og lögðu þannig áherslu á mikilvægi foreldrahlutverksins.
Við trúum því að vakning sé hafin í bænum okkar og viljum leggja okkar af mörkum til frekari árangurs í uppeldismálum.
Við vitum að margir foreldrar og foreldrasamtök hafa ýmsar góðar hugmyndir varðandi uppeldismál, sem gætu reynst öðrum foreldrum vel.
Við starfsmenn Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar bjóðum foreldrum í Reykjanesbæ þjónustu okkar og samstarf til eflingar foreldrahlutverkinu og hvetjum þá til að koma hugmyndum sínum á framfæri.
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri
Við trúum því að vakning sé hafin í bænum okkar og viljum leggja okkar af mörkum til frekari árangurs í uppeldismálum.
Við vitum að margir foreldrar og foreldrasamtök hafa ýmsar góðar hugmyndir varðandi uppeldismál, sem gætu reynst öðrum foreldrum vel.
Við starfsmenn Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar bjóðum foreldrum í Reykjanesbæ þjónustu okkar og samstarf til eflingar foreldrahlutverkinu og hvetjum þá til að koma hugmyndum sínum á framfæri.
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri