Þakkir til fimleikadeildar
Við viljum þakka Fimleikadeild Keflavíkur fyrir frábæra skemmtun á trompmóti sem við mæðgur fengum að njóta helgina 28. – 29. apríl.
Stjórn fimleikadeildarinnar á heiður skilið fyrir mjög góða skipulagningu og hafa greinilega, með miklum klókindum, fengið lánuð áhöld til að mót af þessari stærðargráðu gæti orðið að veruleika. Það var ekki laust við að gömlu þjálfarahjörtun tækju nokkur aukaslög og markmiðið sem farið var af stað með í byrjun er svo sannarlega að skila sér í dag, þ.e. að fimleikafólkið okkar stundaði íþróttina lengur með því að bjóða upp á tromp (hópfimleika).
Svo dæmi séu tekin þá vitum við til þess að meðal keppenda var tveggja barna móðir, rúmlega tvítug að aldri og elsti karlmaðurinn stóð á þrítugu. Sannarlega frábært.
Kærar þakkir til Fimleikadeildar Keflavíkur.
Margrét Einarsdóttir og Inga Sveina Ásmundsdóttir
VF-mynd/Þorgils