Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þakkir fyrir stuðninginn
Þriðjudagur 17. mars 2009 kl. 11:59

Þakkir fyrir stuðninginn

Kæru stuðningsmenn
 
Þakka ykkur innilega fyrir stuðninginn í prófkjörinu á laugardaginn. Ég fékk góða kosningu í það sæti sem ég sóttist eftir þannig að árangurinn var í samræmi við mínar björtustu vonir. Fyrir það er ég ykkur afar þakklát.
 
Sérstaklega er ég þakklát þeim sem um allt kjördæmið hjálpuðu mér í baráttunni með ráðum og dáð. Ég get játað það nú að ég vissi auðvitað ekki nákvæmlega út í hvað ég var að fara með þátttöku í prófkjörinu. Þetta bar frekar brátt að en ég ákvað að láta slag standa og henti mér út í djúpu laugina. Sem betur fer voruð þið þar tilbúin með kútana að taka á móti mér! Takk fyrir það.
 
En nú hefst sjálf kosningabaráttan. Ég tel okkur vera búin að koma saman sigurstranglegri forystusveit á framboðslistanum - hæfileg blanda af reynslu og nýgræðingi. Þrjár ungar konur í fjórum efstu sætunum - geri aðrir betur!

Nú tökum við höndum saman og tryggjum Sjálfstæðisflokknum sterka kosningu í Suðurkjördæmi!
 
Takk fyrir mig,
 
Íris Róbertsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024