Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Það svíður í hjartað
  • Það svíður í hjartað
Föstudagur 23. maí 2014 kl. 13:08

Það svíður í hjartað

– Hannes Friðriksson skrifar

Það svíður í hjartað að sjá æru og starfsheiður góðs manns troðna í svaðið í póltískum tilgangi. Flest þekkjum við verk Styrmis Barkarssonar, verk sem á undanförnum mánuðum hafa veitt hlýju inn í hjörtu okkar, og gert okkur stolt að því að tilheyra því samfélagi þar sem slík góðverk eru unnin eins er  Styrmir Barkarson  hefur staðið að.

Grein Bryndísar Guðmundsdóttur  í síðasta tölublaði Víkurfrétta þar sem hún úthúðar starfsfélaga sínum Styrmi  fyrir vel ígundaða og sanngjarna  gagnrýni hans á verk núverandi meiri hluta í bænum vekur óneitanlega athygli  og óhug um leið. Væri hún að svara gagnrýni hans á málefnalegan hátt væri  grein hennar verið gott innlegg í þá kosningarbaráttu er háð er nú. Svo var því miður ekki, heldur virðist  tilgangur greinarinnar fyrst og fremst vera sá að gera þann er gagnrýnir svo tortryggilegan sem mögulegt er. Eftir er skilin spurningin hvort umræddur aðili sem  á sér langan og góðan kennsluferil, sé yfirleitt hæfur til að sinna sínum störfum. Lægra er varla hægt að leggjast  í lágkúru pólitískra skrifa.

Góð gagnrýni er ein aðal forsendan fyrir framförum, hagsbótum og betra samfélagi. 
Þögn og meðvirkni er aftur á móti ávísun á stöðnun, spillingu og sorglegan klíkuskap. Þetta er sérlega hættulegt þegar sama fólkið er lengi við völd, það missir samband við raunveruleikann eða grasrótina. Svo virðist því miður komið fyrir  þeim meirihluta er nú situr. Fyrir réttmæsta gagnrýni sína er góður drengur nú rægður af eiginkonu bæjarstjóra Reykjanesbæjar á síðum Vikurfrétta fyrir það eitt að vera ekki sammála þeim meirihluta er nú situr. Er þetta það samfélag sem við viljum eða er komin tími til að breyta. Svari því hver fyrir sig.

Með bestu kveðjum.
Hannes Friðriksson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024