Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Það hlýtur að vera einhver misskilningur í gangi
Fimmtudagur 25. nóvember 2010 kl. 16:46

Það hlýtur að vera einhver misskilningur í gangi


Eitthvað virðast menn nú misskilja hlutina, nema það sé ég sem geri það . Það er gott að sjá að bæjarstjórinn boði að greitt verði úr Manngildissjóð á næsta ári. Að vísu lægri upphæð en hingað til en gott eigi að síður. En í ljósi svarsins veltir maður fyrir sér hversvegna sjóðurinn hafi sérstakt nafn, og sér reglur , sé hann í raun hluti bæjarsjóðs?

Ég hef ekki gefið í skyn að sjóðurinn hafi hingað til verið rekinn undir sértakri kennitölu, en hins vegar bent á að skv stefnumótunarskjali sjóðsins hafi þeim eina milljarð sem í hann hefur verið settur verið ætlað sérstakt hlutverk. Að vextir sjóðsins skyldu standa undir því. Það að ekki skuli jafn mikið greitt úr sjóðnum á næsta ári segir mér því að eitthvað hafi sjóður sá rýrnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hitt er annað og í raun mál sem ég hafði ekki velt fyrir fyrr en í dag hvort sá sjóður rýrnað ( sem ég veit ekki enn ) er hvernig það má vera án þess að stafkrók sé um það að finna í bókum bæjarins. Eiga ekki allar meiriháttar greiðslur úr sjóðum bæjarins að lúta samþykki bæjarráðs, og kannski sér staklega þessi sjóður sem er á forræði hans?

Ekkert var fjarri mér í grein minni í gær en að gefa í skyn að eitthvað væri athugavert við fjárreiður þessa sjóðs, heldur vildi ég eingöngu benda á leið til að lina þann niðurskurð sem nú virðist óumflýjanlegur. Vonum að um það geti náðst samstaða , sé sjóðurinn ennþá óhreyfður til staðar.

Að endingu læt ég hér fylgja með tengil við reglur Manngildissjóðisins þar sem nákvæmelga er skilgreint hvernig úthlutun úr þeim sjóð skuli fara fram og hvaða skilyrðum þær eru háðar. Um það gilda greinilega ákveðnar reglur, og þvi lýtur það eilítið annkannalega út að hafi verið farið að reglum sjóðsins skuli nú þurfa að skerða greiðslunnar. Hér vantar eitthvað upp á útskýrirngar bæjarstjórans.

MANNGILDISSJÓÐUR.pdf

Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson