Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Það eru tvö mál sem pirra mig
Fimmtudagur 2. desember 2010 kl. 15:14

Það eru tvö mál sem pirra mig

Fyrir forvitinn mann eins og mig er hreint ekki auðvelt hlutskipti að taka þátt starfi stjórna og nefnda Reykjanesbæjar þessa dagana. Spyrji maður einfaldra spurninga svo maður geti betur áttað sig á þeirri stöðu sem uppi er, í leit að lausnum , er nánast gefið að enginn svör berast eða þeim er svarað með aumum útúrsnúningum af hálfu meirihlutans. Þá þarf að taka á þolinmæðinni og halda áfram að spyrja þar til viðunandi svör fást. Það hyggst ég gera.

Þeir sem gefið hafa kost á sér til þjónustu í almannþágu hvort heldur er til lands eða bæjarmála njóta ekki mikils traust um þessar mundir. Og það ekki að ósekju. Hrunið hefur kennt okkur að leyndarhyggja stjórnmálanna átti stóran þátt í því hvernig komið er. Því þarf að breyta og láta af þeim ósiðum er fyrrum viðgengust. Öðruvísi verður ekki traust á ný.
Þessa dagana eru tvö mál sem pirra mig. Annarsvegar eru það málefni Fasteigna Reykjanesbæjar þar sem ég hef ítrekað kallað eftir svörum um aðkomu bæjarins að alvarlegum rekstarvanda þess félags. En enginn svör fengið. Það virðist eitt þeirra mála sem ekki má ræða. Hitt málið er náttúrulega málefni svonefnds Manngildisjóðs, sem ég þar til nýlega hélt að væri til með 1000 milljón króna innstæðu, en það virðist eitthvað fara á milli mála hvort svo sé.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Svo virðist sem það séu ekki margir aðrir en Samfylkingin og endurskoðandi bæjarins sem hafi áhyggjur af stöðu Fasteigna Reykjanesbæjar. Endurskoðandinn hefur bent á að annað hvort þurfi að koma til aukinnar lántöku ( sem bærinn á ekki kost á þessa stundina) eða framlagi bæjarins ( sem ég hef kallað eftir svörum við) en enginn svör fengið. Meirihlutinn virðist fastur með hausinn ofan í sandinum, og halda að málið leysist láti þeir sem svo að málið sé ekki til. Lausn þeirra er að hækka húsaleigu þeirra sem verst eru staddir , sem þó mun engu breyta um rekstrahæfi félagsins til framtíðar litið. Vandinn er meiri en svo. Hvað hyggst meirihlutinn fyrir, hvað það mál varðar? Og spurt verður þar til svar fæst.

Hitt málið sem ég hafði ekki fengið áhuga á fyrr en nýlega er staða Manngildissjóðs. Er hann til eða ekki? Hefur honum verið eytt til greiðslu skulda án þess að um það hafi verið bókað í bæjarráði og í andstöðu við reglur sjóðsins . Og hvað er þá mikill peningur í honum? Um þetta mun ég einnig spyrja þar til svar fæst.

Þau tvö mál sem ég tæpi hér á eru í mínum huga grundvallarmál, hvað varðar þá stjórnsýslu sem hefur verið tíðkuð í bænum okkar. Mál Fasteigna Reykjanesbæjar snýst um að farið sé eftir þeim leiðbeiningum sem sérfræðingur bæjarins hefur látið í ljós... Eða að þær séu að minnsta kosti ræddar. Málefni Manngildissjóðs snúast um að farið sé að þeim reglum, sem settar voru um meðferð fjárs úr sjóðnum. Að þrátt fyrir völd bæjarráðsmanna verði þeir aðfara að þeim reglum sem þeim eru settar.. og skrá til bókar hvað gert hefur verið . Einfaldara getur það ekki verið orðað.

Hefðu íbúar Reykjanesbæjar vitað það árið 2008 að þeim peningum sem lagðir höfðu verið til hliðar í Manngildisjóð hafði verið eytt í greiðslu skulda má ljóst vera að staða bæjarins hefði þá verið skýrari hverjum og einum. Hefði bæjarráð bókað um breytta ráðstöfun fjárs sem laut ákveðnum reglum!! Væri staða Fasteigna Reykjanesbæjar jafn slæm og raun ber vitni hefðu bæjaryfirvöld brugðist við áritun og aðvörunarorðum endurskoðanda bæjarins um leið og hún lá fyrir. Ég leyfi mér að fullyrða ekki.

Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson.