Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Það er okkar að grípa tækifærin í bakgarðinum hjá okkur!
Fimmtudagur 17. maí 2018 kl. 10:26

Það er okkar að grípa tækifærin í bakgarðinum hjá okkur!

Hjarta ferðaþjónustunnar er staðsett í bakgarði Reykjanesbæjar en ferðamenn eru ekki að skila sér niður í bæinn okkar sem skyldi. Á árs grundvelli eru aðeins 16,4% ferðamanna sem koma við í Reykjanesbæ (tölur frá 2016, heimild ferðamálastofa). Það er sorgleg staðreynd.
Við verðum að bregðast við þessu sóknarfæri og sækja ferðamenn í bæinn okkar. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér!

B-listinn vill stórefla bæinn okkar sem ferðaþjónustubæ. Við viljum heilstæða stefnu og aðgerðaáætlun í málefnum ferðaþjónustunnar. Við viljum ferðamálastjóra Reykjanesbæjar því ef enginn ber ábyrgð á verkefninu er það ekki vænlegt til árangurs. Við viljum faglega skipað ferðamálaráð SSS sem vinnur að stefnumótun og sóknarfærum fyrir ferðaþjónustuna á Reykjanesinu. Við viljum að gistináttagjald fari til uppbyggingar og markaðssetningar í ferðaþjónustu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verðmætin í ferðaþjónustunni eru gríðarleg og það er mikilvægt að hafa skýra stefnu í þessum málaflokki. Við þurfum að sýna sterkt frumkvæði og sækja þau tækifæri sem felast í því að hafa hjarta ferðaþjónustunnar í bakgarðinum okkar.
Við getum gert það!

Trausti Arngrímsson
Viðskiptafræðingur, 4. sæti B-listans í Reykjanesbæ