Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þá er það kallað gaspur
Miðvikudagur 16. febrúar 2011 kl. 09:21

Þá er það kallað gaspur

Guðbrandur Einarsson vinur minn og félagi fer að mínu mati heldur hvasst fram í svari sínu við grein í minni í gær, aðallega vegna þess að honum finnst ég vega þar harkalega að honum og gefa í skyn að hann láti peninga stjórna gjörðum sínum. Til að hafa það alveg á hreinu og hafandi kynnst Guðbrandi vel í gegnum tíðina vil ég þó undirstrika að aldrei hef ég þó kynnst þeirri hlið Guðbrands er hann gefur í skyn í grein sinn sinni. Og bið hann afsökunar hafi hann tekið því þannig.

En segi maður A, er réttara að láta það sem á eftir kemur einnig koma fram, það tel ég heiðarlegt. Innihald greinar Guðbrands við fyrsta lestur virðist svolítið í reiðitóninum, og gengur kannski svolítið í og með að gera lítið úr skoðunum mínum á þeim samningsdrögum er fyrir liggja. Hann segir álit þeirra félaga Sigurðar, Böðvars og Guðbrandar sem lagt var fyrir bæjarráð í þeirra allra nafni þann 1,júlí mér ekki þóknanlegt. Hvort það er mér þóknanlegt skiptir hér ekki máli, en það sem skiptir er hvort menn eru sammála innihaldinu. Það er ég ekki.
Ástæða þess að ég er því ekki sammála er sá útgangspunktur sem það virðist byggir á. Og útskýri hér í stuttu máli. Útgangspunktur þeirra félaga sem er að leysa þrennt í einu:

• Að eyða biðlistum fljótt
• Að kostnaðurinn við þá lausn verði sem minnstur
• Og að Reykjanesbær þurfi ekki að bera kostnað af.
Inni í þessar forsendur finnst mér vanta fernt:
• Að þeim kröfum sem gerðar eru til hjúkrunarheimila sé fullnægt í hvívetna. ( Ljóst er að til þess að hjúkrunarheimilið verði að veruleika í því húsnæði sem til umræðu er verður að gefa afslátt af kröfum sem gerðar eru)
• Aðkoma þeirra er er þjónustunnar njóta.
• Aðkoma þeirra er þjónustuna veita.
• Skýra framtíðarsýn.

Af þessari upptalningu og útskýringum Guðbrandar má vera ljóst að útgangspunktur tveggja manna nefndarinnar voru hraði og peningar. Minna virðist hafa verið hirt um hversu rekstarvæn slík breyting kynni að verða. Eða hvernig stækkunarmöguleikar yrðu til framtíðar. Það finnst mér skipta máli.

Ekki ætla ég nú að reiðast er gera lítið úr orðum Guðbandar, en leyfi mér þó að sárna aðeins hér í niðurlagi greinar minnar. Og beina athyglinni að merkingu orðsins gaspur. Sem samkvæmt orðabókum þýðir ábyrgðalaust tal, eða eitthvað sem viðkomandi mátti engum segja. Það hlutverk eftirlætur Guðbrandur mér.

Báðir höfum við Guðbrandur verið sammála um gildi umræðunnar. Og sérstaklega lagt okkur eftir að sú umræða byggðist á skoðanaskiptum. Að leyfilegt væri að gagnrýna þá sem með völdin fara. Það gerðum við saman í málefnum Hitaveitu Suðurnesja, Fasteignar, og reyndar fjölmörgum öðrum málum. Þar töluðum við af ábyrgð, eftir að hafa kynnt okkur málin til hlýtar. Það hef ég í einlægni gert í þessu máli sem og öðrum. Og lagt á mig mikla vinnu þar að lútandi. Nú beinist hinsvegar gagnrýni mín að hluta til að störfum þar sem Guðbrandur hefur komið að máli. Þá er það kallað gaspur. Já veröldin er skrýtin.

Með bestu kveðju, Hannes Friðriksson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024