Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tekist á fyrir kosningar
Þriðjudagur 24. apríl 2007 kl. 10:10

Tekist á fyrir kosningar

Eftir því sem nær dregur alþingiskosningum færast frambjóðendur allir í aukana í þeirri viðleitni að sannfæra kjósendur um hvernig atkvæði þeirra verði best varið. Eins og stórhöfðingar sem riðu um héruð forðum daga, geysast þeir um kjördæmin í kapphlaupinu um atkvæðin og reyna að koma sem víðast við.
Það er farið að færast fjör í leikinn eins og glögglega mátti sjá og heyra á veitingahúsinu Vitanum í hádeginu í gær þar sem frambjóðendurnir Bjarni Harðarson (B) og Róbert Marshall (S) tókust á í snörpum og beinskeyttum orðaskiptum um ágæti flokkanna sem þeir tilheyra. Höfðu viðstaddir greinilega gaman af orðaskiptum þeirra Bjarna og Róberts, enda teljast þeir báðir mælskir mjög.

Skoðanakannanir birtast ótt og títt þessa dagana og um helgina var birt ein slík um fylgi flokkanna í Suðurkjördæmi. Hún gefur bæði Sjálfstæðismönnum og Vinstri grænum ástæðu til bjartsýni en ljóst er að hinir flokkarnir verða að herða róðurinn.

VF-myndir: elg




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024