Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

 Taktu þátt, láttu í þér heyrast!
Mánudagur 7. maí 2012 kl. 09:23

Taktu þátt, láttu í þér heyrast!

Af hverju ungmennalýðræði?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Sveitarstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð.“(11. gr, Æskulýðslög nr. 70/2007)


Í nóvember síðastliðnum samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar að stofna Ungmennaráð Reykjanesbæjar eða UNGíR. Í ernindsbréfi sem fulltrúi Framsóknarflokksins lagði fyrir segir að UNGíR eigi að vera ráðgjafar um málefni ungs fólks í bæjarfélaginu, þjálfa ungmenni yngri en 18 ára í lýðræðislegum vinnubrögðum, koma á framfæri sínum skoðunum, áherslum og tillögum við bæjarstjórn Reykjanesbæjar og með því hafi þau áhrif á nærumhverfið og auk þess þurfa þau að gæta að skoðanir endurspeglist sem best almennan vilja ungmenna í Reykjanesbæ. Mjög mikilvægt er fyrir ungmenni í bæjarfélaginu að vita að þau hafa rödd og að þeim standi til boða að læra lýðræðisleg vinnubrögð og ungmennaráðið er kjörið tækifæri til þess.


En af hverju ungmennalýðræði?

Lýðræði er ekki eitt sérstakt verkefni sem við erum að vinna með heldur þarf að læra lýðræði, það er stöðugt í mótun og auk þess þarf að lifa við lýðræði. Að taka þátt í samfélagslegum stöfum eins og að vera í ungmennaráði, að móta og hafa áhrif á þróun lýðræðislegra samskipta, lifa lýðræði með því að temja okkur lýðræðislega siði og venjur hefur mikil áhrif á hvernig ungmenni sér sig sem hluti af heildinni. Með stofnun ungmennaráðs þá kennum við unga fólkinu okkar lýðræðislega starfshætti, lýðræðisleg samskipti; samvinnu, ábyrgð og þátttöku og mótun og að hafa hag heildarinnar í huga. Ungmenni fá hlutverk, fá að segja skoðanir sínar og hafa áhrif á mál sem varðar þau eflir lýðræðislega hugsun þeirra. Þau læra einnig lýðræðisleg samskipti, þar sem stuðlað er að gagnkvæmri virðingu, skapa samheldni og koma í veg fyrir útilokun. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í uppeldi og samvinnu ungmenna, foreldra og þeirra sem starfa með þeim.


Þátttaka mótun skiptir máli

Ungmennalýðræði hefur líka sína galla má það nefna að ungmenni mynd sér ekki sjálfstæðar skoðanir heldur eiga það til að fylgja einhverjum ákveðnum hóp eða skoðunum annarra, ungmennin eru ekki meðvituð og virki í samfélaginu sem þau búa í, gagnrýna ekki það sem betur má fara og hugsunin –„að svo lengi sem það snertir mig ekki beint, skiptir það ekki máli“. Þegar ég hugsa um ungmennalýðræði má einnig yfirfæra það á okkur hin, hið fullorðna fólk sem býr í samfélaginu það er okkar að kenna, móta og þróa lýðræði hjá börnum og ungmennum sem við erum að ala upp eða erum að starfa með. Við verðum að lifa í lýðræði til þess að kenna þeim það! Að stofna ungmennaráð er vonandi bara byrjunin á því hvernig við að leyfum ungamennunum okkar að hafa áhrif á og móta það samfélag sem við búum í.


Unnur Ýr Kristinsdóttir,

nemi í Tómstunda -og félagsmálafræði.