Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Taktleysi Kirkjugarðsnefndar kirkjugarða Keflavíkur
Föstudagur 10. desember 2010 kl. 14:32

Taktleysi Kirkjugarðsnefndar kirkjugarða Keflavíkur

Ég verð að segja að ég undrast taktleysi Kirkjugarðsnefndar kirkjugarða Keflavíkur. Á meðan talað er um að það sé kreppa á Íslandi og fólk eigi ekki ofaní sig og á, hækka Kirkjugarðar Keflavíkur gjaldskrá fyrir leiðislýsingu um 150%. Ástæðurnar sem valda því að þessari hækkun er hent á okkur sem eigum ættingja hér í kirkjugörðunum í Keflavík og langar að heiðra minningu þeirra með ljósi á leiðinu yfir jólin, hljóta að vera afar góðar.

Ég hef undanfarin ár verið ánægð með þjónustuna sem ég hef fengið og hef ekki haft yfir neinu að kvarta. Hvað það er sem veldur þessari hækkun er mér ráðgáta. Ég vildi sjá Kirkjugarðsnefnd svara fyrir þetta mál en ekki verktaka sem fengin er til verksins eftir forskrift nefndarinnar. Það er jú nefndin væntanlega sem samþykkir verðskrá verktakans sem hún ræður til verksins. Nefndin hefur þá óskað eftir að ljósatíminn yrði lengdur eða var það ákvörðun einhverra annarra?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég held að ef fólk mætti velja um styttri lýsingatíma og mikið minna verð myndu nú flestir vera afar sáttir með styttri lýsingatíma. Ég minnist þess ekki að það hafi hvarflað að mér einu sinni að ljósatíminn ætti að vera lengri. Mér finnst ekkert merkilegt þó að þeir sem sjái um þessa þjónustu borgi skatta og skyldur til samfélagsins, það geri ég líka og væntalega allir sem skattskyldir eru.

Það að verktakinn borgi það sem honum ber útskýrir ekkert hækkunina. Hvað hann ákveður að hafa marga í vinnu og á hvaða tíma sólarhringsins við þetta er hans mál, ég veit ekki til að það hafi fjölgað neitt sérstaklega ljósaskreytingum síðan í fyrra nema síður sé og því ekki þörf á neitt sérstaklega aukinni þjónustu, þjónusta hans var góð og til að fyrirbyggja misskilning þá er ég ekki að kvarta yfir henni en það er ekkert í svörum verktakans sem útskýrir þessa miklu hækkun.

Verð á rafmagninu hefur komið fram og er það ekki nema lítið brot af gjaldinu. Ég vona að verðlagning á þessum afar skemmtilega og merkilega sið okkar íslendinga verði ekki til að leggja hann af í komandi framtíð, ég mun allavega skoða það vel hvernig ég lýsi leiði minna ættingja næsta ár, að minnsta kosti mun ég ekki greiða svona hátt verð aftur.

Gleðiðleg jól.
Kolbrún Jóna Pétursdóttir