Tækifærin liggja í nálægð okkar við höfuðborgarsvæðið
Að undanförnu hefur verið mikil umræða um fjölgun álvera á Íslandi og eru uppi hugmyndir um a.m.k. tvo ný álver auk stækkunar álversins í Straumsvík. Ein hugmyndin gengur út það að nýtt álver verði reist í Helguvík hér í Reykjanesbæ. Hugmyndin er góð og er vel þess virði að skoða þessa hugmynd betur og hefja hið lögformlega ferli, þ.e. umhverfismat og fleiri nauðsynleg verkefni sem þarf að vinna áður en að endanlegri ákvörðun getur komið. Raunar hafa Reykjanesbær, Hitaveita Suðurnesja, Norðurál með stuðningi frá Fjárfestingarstofu Iðnaðarráðuneytisins nú þegar hafið þetta ferli og ber að fagna því og þeim stuðningi sem verkefnið hefur fengið frá Iðnaðarráðherra.
Straumsvík í 15-16 mínútna fjárlægð
Hins vegar hefur á sama tíma komið þrýstingur frá hluta Sjálfstæðisflokksins um að stjórnvöld geri allt til að stöðva fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Ég fæ því miður ekki skilið hvaða atvinnuhagsmunum sá málflutningur þjónar. Undirbúningur að fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík hófst árið 1999 og lauk lögformlegu umhverfismati árið 2002 þegar skipulagsstofnun samþykkti framkvæmdina með ákveðnum skilyrðum. Alcan er með starfsleyfi frá Umhverfisstofnun fyrir 460 þúsund tonna álveri en Umhverfisstofnun heyrir undir Umhverfisráðherra, en Umhverfisráðherra er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í síðasta tölublaði Víkurfrétta skrifaði ég grein sem bendir á þau tækifæri sem í þessarri stækkun felast fyrir okkur á Suðurnesjum. Suðurnesin eru á vaxtarsvæði, hingað er fólk að flytjast sökum þess m.a. hversu stutt er að sækja vinnu á Höfuðborgarsvæðinu, tvöföldun Reykjanesbrautar skiptir í þessu sambandi miklu máli. Einungis tekur 15-16 mínútur að keyra frá afleggjaranum í Innri Njarðvík til afleggjarans við Straumsvík, en líklegt er að þessi ferðatími styttist með tvöfaldri Reykjanesbraut. Við erum í raun á sama atvinnusvæði og Höfuðborgarsvæðið og í því felast miklir möguleikar. Þá rakti ég hugmyndir um strætó milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur sem eflaust myndi renna frekari stoðum undir vöxt okkar svæðis og hjálpa okkur að tryggja okkur stærri hluta af þessum 400 nýju störfum sem munu hugsanlega koma í 15 -16 mínútna fjárlægð frá nýjasta hverfi Reykjanesbæjar. Til samanburðar tekur 13-14 mínútur að keyra frá Höfnum til Helguvíkur, en Hafnir eru eins og allir vita hluti af Reykjanesbæ. Ekki ætla ungir sjálfstæðismenn að halda því fram að Hafnir séu ekki á sama atvinnusvæði ?
Bæjaryfirvöldum ber skylda til að setja sig í samband við Alcan
Málflutningur sá er kom fram í ályktun félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ er ekki þeim né okkur íbúum Reykjanesbæjar til framdráttar og allt að því barnalegur. Móðurfélag Alcan hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort af þessari stækkun verði í Straumsvík og því enn alls óvíst hvort af þessu verði. Ég vil hins vegar leggja áherslu á það sem kom fram í grein minni í síðasta tölublaði Víkurfrétta, þ.e. að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ setji sig i samband við forsvarsmenn Alcan og fari yfir með þeim hvernig unnt sé að tryggja okkur á Suðurnesjum stóran hluta í þessara 400 nýju starfa.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ
Straumsvík í 15-16 mínútna fjárlægð
Hins vegar hefur á sama tíma komið þrýstingur frá hluta Sjálfstæðisflokksins um að stjórnvöld geri allt til að stöðva fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Ég fæ því miður ekki skilið hvaða atvinnuhagsmunum sá málflutningur þjónar. Undirbúningur að fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík hófst árið 1999 og lauk lögformlegu umhverfismati árið 2002 þegar skipulagsstofnun samþykkti framkvæmdina með ákveðnum skilyrðum. Alcan er með starfsleyfi frá Umhverfisstofnun fyrir 460 þúsund tonna álveri en Umhverfisstofnun heyrir undir Umhverfisráðherra, en Umhverfisráðherra er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í síðasta tölublaði Víkurfrétta skrifaði ég grein sem bendir á þau tækifæri sem í þessarri stækkun felast fyrir okkur á Suðurnesjum. Suðurnesin eru á vaxtarsvæði, hingað er fólk að flytjast sökum þess m.a. hversu stutt er að sækja vinnu á Höfuðborgarsvæðinu, tvöföldun Reykjanesbrautar skiptir í þessu sambandi miklu máli. Einungis tekur 15-16 mínútur að keyra frá afleggjaranum í Innri Njarðvík til afleggjarans við Straumsvík, en líklegt er að þessi ferðatími styttist með tvöfaldri Reykjanesbraut. Við erum í raun á sama atvinnusvæði og Höfuðborgarsvæðið og í því felast miklir möguleikar. Þá rakti ég hugmyndir um strætó milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur sem eflaust myndi renna frekari stoðum undir vöxt okkar svæðis og hjálpa okkur að tryggja okkur stærri hluta af þessum 400 nýju störfum sem munu hugsanlega koma í 15 -16 mínútna fjárlægð frá nýjasta hverfi Reykjanesbæjar. Til samanburðar tekur 13-14 mínútur að keyra frá Höfnum til Helguvíkur, en Hafnir eru eins og allir vita hluti af Reykjanesbæ. Ekki ætla ungir sjálfstæðismenn að halda því fram að Hafnir séu ekki á sama atvinnusvæði ?
Bæjaryfirvöldum ber skylda til að setja sig í samband við Alcan
Málflutningur sá er kom fram í ályktun félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ er ekki þeim né okkur íbúum Reykjanesbæjar til framdráttar og allt að því barnalegur. Móðurfélag Alcan hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort af þessari stækkun verði í Straumsvík og því enn alls óvíst hvort af þessu verði. Ég vil hins vegar leggja áherslu á það sem kom fram í grein minni í síðasta tölublaði Víkurfrétta, þ.e. að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ setji sig i samband við forsvarsmenn Alcan og fari yfir með þeim hvernig unnt sé að tryggja okkur á Suðurnesjum stóran hluta í þessara 400 nýju starfa.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ