Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tækifæri til að velja lista sem endurspeglar samfélag okkar
Þriðjudagur 25. febrúar 2014 kl. 16:57

Tækifæri til að velja lista sem endurspeglar samfélag okkar

Styrkur Sjálfstæðisflokksins felst í því að hann er flokkur fólksins. Breiðfylking karla og kvenna sem endurspeglar samfélagið okkar og stendur að þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins.

Í prófjöri sjálfstæðisfélagannaí Reykjanesbæ sem fer fram þann 1. mars nk. mun sjálfstæðisfólk velja lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.  Prófkjör eru lýðræðisleg og góð leið til að velja til forystu hóp kvenna og karla sem endurspeglar samsetningu bæjarbúa og tryggir að sem flest sjónarmið verði í forgrunni.  Niðurstöður prófkjöra t.d. í Grindavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ sýna að sjálfstæðismenn fagna því að hafa áhrif og kjósa bæði  konur og karla til áhrifa. 
 
Gott gengi kvenna í prófkjörum ætti að vera sjálfsagt mál þar sem prófkjör snúast jú fyrst og fremst um að velja góða einstaklinga sem vilja leggja sitt af mörkum til að gera sveitarfélagið okkar enn betra !

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024