Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 25. nóvember 2002 kl. 15:42

Sýður á stuðningsmönnum Kristjáns

Í kjölfar frétta af tillögu kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um uppröðun á lista flokksins þar sem ekki er gert ráð fyrir Kristjáni Pálssyni á þann lista hafa stuðningsmenn Kristjáns boðað til borgarafundar í Sjálfstæðishúsinu í Reykjanesbæ, nk. miðvikudagskvöld klukkan 20.00. Sigurður Jónsson sveitarstjóri í Garði er einn af tryggustu stuðningsmönnum Kristjáns og hefur hann ásamt fleiri stuðningsmönnum boðað til borgarafundarins á miðvikudagskvöld. Í samtali við Víkurfréttir sagði Sigurður að þessi tillaga væri með ólíkindum: „Þetta er náttúrulega bara tillaga ennþá, en það er með ólíkindum að hún hafi komið fram. Það er öðruvísi þegar menn tapa prófkjörum, en þegar svona fámennur hópur hefur svona vald og tekur ákvörðun sem þessa, það er með ólíkindum,“ sagði Sigurður og bætti við að í flestum sveitarstjórnum á Suðurnesjum hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið góða kosningu í síðustu sveitarstjórnarkosningum: „Þessu var öðruvísi farið á Suðurlandi en þar dalaði fylgi Sjálfstæðisflokksins. Ef að tillaga kjörnefndar nær fram að ganga þá er verið að fækka Suðurnesjamönnum á Alþingi. Samt sem áður er um 40% kjósenda af Suðurnesjum í nýja kjördæminu. Á borgarafundinum munum við kanna leiðir til að ná fram leiðréttingu því þetta sættum við okkur ekki við, “ sagði Sigurður að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024