SVIPT LEYFUM OG SKELLT Í LÁS
Nýjasta skemmtistaðnum í Reykjanesbæ, Millennium, hefur verið lokað. Ekki náðist í núverandi rekstraraðila en skv. skilti á útidyrum staðarins eru breytingar ástæða lokunarinnar. VF grennslaðist fyrir hjá yfirvöldum og sagði Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn, að veitinga- og vínveitingarleyfi hefðu felld niður. „Þetta voru bráðabirgðarleyfi, útgefin á fyrri rekstraraðila. Sýslumannsembættið óskaði úttekt á staðnum í kjölfar nýs rekstraraðila og fékk staðurinn falleinkunn hjá Heilbrigðiseftirliti, Eldvarnareftirliti og Vinnueftirliti auk þess sem staðnum hafði verið breytt og samþykktar teikningar voru ekki fyrir hendi.“Nei takk, frá Heilbrigðiseftirliti SuðurnesjaÍ skýrslu Klemenz Sæmundssonar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja eru gerðar athugasemdir við frágang á gólfum, veggjum, tækjum og búnaði í eldhúsi, handlaug starfsfólks, kælum og frystum, starfsmannaaðstöðu, loftræstirásir frá eldhúsi, ræstitækjageymslu, salerni gesta og starfsmanna, hurð við inngang í eldhús og ástand lóðar. „Málið hefði aldrei átt að koma til okkar að svo stöddu og við í raun átt að labba beint út því augljóslega höfðu verið gerðar miklar breytingar á húsinu. Milli- og burðarveggir höfðu verið teknir niður án þess að burðarþol hefði verið endurmetið.“ sagði Klemenz Sæmundsson. Vantar samþykktar teikningar og burðarþolsútreikninga„Málefni þessa húsnæðis hefur í stuttu máli verið til vandræða í nokkur ár. Það gekk hægt og illa eftir að fá fyrri eiganda til að fara að óskum okkar og síðan seldi hann reksturinn. Sýslumaður bað um úttekt og í ljós koma að staðnum hafði verið breytt allverulega frá samþykktri teikningu. Gerð er sú krafa til rekstraraðila að skila inn fullgildum teikningum ásamt burðarþolsútreikningum sem fagaðilar þurfa síðan að skoða og samþykkja. Eins og staðan er uppfyllir staðurinn ekki kröfur um veitingastaði og verður ekki veitt rekstrarleyfi fyrr en þessi mál eru komin á hreint“ sagði Viðar Már Aðalsteinsson byggingarfulltrúi um málefni Millennium.“Húsið jafnvel í verra ástandi en áður“Baldur Baldursson hjá Eldvarnareftirliti Suðurnesja„Fyrri eigandi fékk bráðabirgðarleyfi eftir að hafa orðið fyrir brunaskemmdum. Leyfi var gefið gegn því að ákveðnir hlutir yrðu lagfærðir. Þegar nýr rekstraraðili tók við og staðurinn var skoðaður kom í ljós að ekki hafði verið staðið við gefin loforð og húsið jafnvel í verra ástandi en áður. Brunaviðvörunarkerfi var ekki tengt, slökkvitæki voru of fá , björgunarop á rishæð án handfanga, bæta þarf frágang á hurð á milli hæða, enginn stigi er af þaki og niður og neyðarljós vantaði við aðalinngang“ sagði Baldur Baldursson hjá Eldvarnareftirliti Suðurnesja. „Þetta eru í raun smáatriðin því alvarlegast var að veggir höfðu verið fjarlægðir, innréttingar færðar og burðarþoli hússins raskað. Að auki hafði starfsmannaaðstöðu á 3. hæð verið breytt í íbúðarhúsnæði að hluta.“