Svíkja þeir Suðurstrandaveg í fjórða sinn?
- Eftir Björgvin G. Sigurðsson, þingmann Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Til að skapa til eitt félags- og atvinnusvæði úr Suðurlandi og Suðurnesjum vegna kjördæmabreytinganna sem tóku gildi í kosningunum 2003 var því lofað sem sérstakri samgönguframkvæmd, óháð annarri vegagerð í kjördæminu, að leggja nýjan Suðurstandaveg. Þetta voru góð tíðindi enda opnast þar miklir möguleikar í atvinnu- og félagsmálum fyrir íbúana. Sérstaklega fyrir þá sem búa í Þorlákshöfn og Grindavík.
Miklar vonir voru bundnar við veginn nýja og í ljósi hans þótti samsetning hins nýja kjördæmis að nokkru viti. En hvað hefur síðan gerst?
Frestað!
Atburðarásin síðan er þannig að hinni sérstöku samgönguframkvæmd er frestað æ ofan í æ og því borið við að nota þurfi féð annarsstaðar. Nú hafa ríkisstjórnarflokkarnir svikið Suðurstandaveg í þrígang en viti menn. Honum er lofað í fjórða sinn við útdeilingu Símapeninganna. Líkt og um mikil og ný tíðindi sé að ræða. Mest af samgönguverkefnunum í Suðurkjördæmi er hinsvegar endurtekin og margnotuð loforð stjórnarflokkanna. Þá vekur það sérstaka athygli hve hlutur Suðurkjördæmis er rýr við skiptingu Símasilfursins sé borið saman við önnur kjördæmi landsins.
Síðast var Suðurstrandavegur tekinn af dagskrá í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum síðan. Aðspurður um afdrif hinnar sérstöku samgönguframkvæmdar vegna kjördæmabreytinga hafði samgönguráðherra engin sérstök svör á takteinum önnur en af því bara.
Um leið og við fögnum Suðurstandavegi í fjórða sinn hlýtur samt sú spurning að fylgja fögnuðinum; svíkja þeir Suðurstrandaveg í fjórða sinn?
Tvöföldun vega
Góðar og nútímalegar samgöngur liggja því til grundvallar hvort byggðalög blómstra eða gefa eftir. Atvinnu- og félagssvæðin hafa stækkað og séu góðar samgöngur til staðar vílar fólk ekki fyrir sér að aka um langan veg til vinnu eða tómstunda. Sé umferðaröryggi og ferðahraði viðunandi.
Því er barist af þeirri einurð fyrir bættum samgöngum sem raun ber vitni víða. T.d. á Suðurnesjunum á síðustu misserum fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar og byggðist sú barátta fyrst og fremst á kröfunni um öruggari samgöngur á þessum fjölfarna vegi. Sú barátta skilaði góðum árangri enda var samstaðan á svæðinu mikil.
Sami þungi þarf að færast í kröfuna um þrí- og fjórgreiningu Suðurlandsvegar. Ekki skortir samstöðuna þar sem Samtök sunnlenskra sveitarstjórnarmanna hafa sett þá framkvæmd í fremst á forgangslistann.
Umferð um veginn hefur aukist verulega þannig að öryggi hans er alls ekki viðunandi eða nægjanlegt. Því er ekki annað ásættanlegt en að við endurskoðun samgönguáætlunar verði endurbótum vegarins hraðað og þau skýrð að fullu en það er nauðsynlegt að tvöfalda kafla vegarins til að ásættanlegt umferðaröryggi verði til staðar.
Björgvin G. Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Til að skapa til eitt félags- og atvinnusvæði úr Suðurlandi og Suðurnesjum vegna kjördæmabreytinganna sem tóku gildi í kosningunum 2003 var því lofað sem sérstakri samgönguframkvæmd, óháð annarri vegagerð í kjördæminu, að leggja nýjan Suðurstandaveg. Þetta voru góð tíðindi enda opnast þar miklir möguleikar í atvinnu- og félagsmálum fyrir íbúana. Sérstaklega fyrir þá sem búa í Þorlákshöfn og Grindavík.
Miklar vonir voru bundnar við veginn nýja og í ljósi hans þótti samsetning hins nýja kjördæmis að nokkru viti. En hvað hefur síðan gerst?
Frestað!
Atburðarásin síðan er þannig að hinni sérstöku samgönguframkvæmd er frestað æ ofan í æ og því borið við að nota þurfi féð annarsstaðar. Nú hafa ríkisstjórnarflokkarnir svikið Suðurstandaveg í þrígang en viti menn. Honum er lofað í fjórða sinn við útdeilingu Símapeninganna. Líkt og um mikil og ný tíðindi sé að ræða. Mest af samgönguverkefnunum í Suðurkjördæmi er hinsvegar endurtekin og margnotuð loforð stjórnarflokkanna. Þá vekur það sérstaka athygli hve hlutur Suðurkjördæmis er rýr við skiptingu Símasilfursins sé borið saman við önnur kjördæmi landsins.
Síðast var Suðurstrandavegur tekinn af dagskrá í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum síðan. Aðspurður um afdrif hinnar sérstöku samgönguframkvæmdar vegna kjördæmabreytinga hafði samgönguráðherra engin sérstök svör á takteinum önnur en af því bara.
Um leið og við fögnum Suðurstandavegi í fjórða sinn hlýtur samt sú spurning að fylgja fögnuðinum; svíkja þeir Suðurstrandaveg í fjórða sinn?
Tvöföldun vega
Góðar og nútímalegar samgöngur liggja því til grundvallar hvort byggðalög blómstra eða gefa eftir. Atvinnu- og félagssvæðin hafa stækkað og séu góðar samgöngur til staðar vílar fólk ekki fyrir sér að aka um langan veg til vinnu eða tómstunda. Sé umferðaröryggi og ferðahraði viðunandi.
Því er barist af þeirri einurð fyrir bættum samgöngum sem raun ber vitni víða. T.d. á Suðurnesjunum á síðustu misserum fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar og byggðist sú barátta fyrst og fremst á kröfunni um öruggari samgöngur á þessum fjölfarna vegi. Sú barátta skilaði góðum árangri enda var samstaðan á svæðinu mikil.
Sami þungi þarf að færast í kröfuna um þrí- og fjórgreiningu Suðurlandsvegar. Ekki skortir samstöðuna þar sem Samtök sunnlenskra sveitarstjórnarmanna hafa sett þá framkvæmd í fremst á forgangslistann.
Umferð um veginn hefur aukist verulega þannig að öryggi hans er alls ekki viðunandi eða nægjanlegt. Því er ekki annað ásættanlegt en að við endurskoðun samgönguáætlunar verði endurbótum vegarins hraðað og þau skýrð að fullu en það er nauðsynlegt að tvöfalda kafla vegarins til að ásættanlegt umferðaröryggi verði til staðar.
Björgvin G. Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.