Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Sveitarstjórnmál í Reykjanesbæ
  • Sveitarstjórnmál í Reykjanesbæ
Laugardagur 10. maí 2014 kl. 06:00

Sveitarstjórnmál í Reykjanesbæ

– Friðrik Guðmundsson skrifar

Ég býð mig fram í 10.sæti á lista hjá Pírtötum í Reykjanesbæ af því ég vil láta rödd minnihlutahóparheyrast og berjast fyrir réttindum fatlaðra.  Mér finnst stefnan, hreinskilni Pírata og grunngildi þeirra eiga vel við mig. Píratar í Reykjanesbæ vilja að skólar noti frekar frjálsan hugbúnað sem kostar ekki neitt.Við viljum að fólk í Reykjanesbæ hafi góðan aðgang að öllum upplýsingum sem hann þarf til þess að geta tekið vel upplýstar ákvarðanir og að bæjarbúar hafi þá þjónustu sem það þarf til þess að viðhalda heimili sínu og fjölskyldu. Leyfa bæjarbúum að skoða bókhald bæjarins en jafnframt þarf að gera bæjarbúum kleift að taka virkari þátt í ákvarðanatöku.
 
Það sem ég vil leggja áherslur á varðandi sveitarstjórnmál er að veita fötluðum atvinnutækifæri, laga búsetumál fatlaðra og aldraða, bæta aðgengi í bænum og veita fötluðum tækifæri til að sinna námi eins aðrir og gefa fötluðum sjéns á sjálfstæðu lífi. Ég tel að það sé kominn tími á nýtt blóð í bæjarstjórnina og ég vil vekja skilning fólks á fötlun.
 
Kær kveðja,
Friðrik Guðmundsson, Pírati
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024