Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Sveitarfélagið Miðgarður
  • Sveitarfélagið Miðgarður
Þriðjudagur 11. september 2018 kl. 18:45

Sveitarfélagið Miðgarður

Enn leita menn að góðu nafni á nýsameinað sveitarfélag.
 
Miðgarður er besta tillagan sem ég hef hingaðtil heyrt.
 
Í fyrsta lagi eru þar sett saman í eitt eldri nöfn þessara sveitarfélaga: Miðneshreppur og Garður (Gerðahreppur), þannig að hallar á hvorugt þeirra.
 
Í öðru lagi er vísað til til Miðgarðs í okkar forna sið, Ásatrú, en þar var Miðgarður ríki mannanna. 
 
Í Wikipediu segir svo: Miðgarður er í norrænni goðafræði haft um hina byggðu jörð manna eða garðinn umhverfis hana. Miðgarður er við rætur heimstrésins Yggdrasils og jaðrar við Útgarð þar sem jötnar búa og Álfheima þar sem álfar búa. Miðgarður tengist einnig við Ásgarð með brúnni Bifröst og tengist einnig við undirheima og Hel. 
 
Miðgarður er stutt og þjálft nafn. Jafnvel þótt fullt nafn þyrfti að vera Sveitarfélagið Miðgarður gæti það í daglegu tali kallast Miðgarður, líkt og Sveitarfélagið Vogar er í daglegu tali kallað Vogar.
 
Miðgarður er reyndar nokkuð víða til sem nafn, t.d. yfir þjónustumiðstöðmiðstöð Grafarvogs og Kjalarness í Reykjavík; menningarhús í Skagafirði; félagsheimili í Hvalfjarðarsveit, CenterHotel Miðgarður í Reykjavík – og samkomusalur í Sveitarfélaginu Garði! Ekki er undarlegt að margir kjósi svo sögufrægt og þjált nafn. Sveitarfélagið Miðgarður myndi lenda þarna í ágætum nafna-hópi.
 
Er eftir nokkru að bíða?
 
Þorvaldur Örn Árnason,
íbúi í nágrannasveitarfélaginu Vogum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024