Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 18. október 2002 kl. 08:55

Svart & sykurlaust til umræðu á bæjarstjórnarfundi

Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudagskvöld lagði Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingar fram spurningu til bæjarstjóra varðandi breytingar á stjórnkerfi bæjarins, en með fyrirspurninni fylgdi greinargerð sem byggð er á frétt sem birtist í Svart & sykurkaust, dálki Víkurfrétta, þann 10. október sl. Nokkrar umræður urðu um
fyrirspurnina og sagði Árni Sigfússon m.a. að ekki hafi verið haft samband við hann út af þeirri frétt sem birtist í Svart & sykurlaust í Víkurfréttum. Bæjarstjóri sagði þó að það væri fótur fyrir þessari frétt. Hér á eftir birtist fyrirspurn Guðbrands:“Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ óskum eftir upplýsingum um hvort til standi að gera breytingar á stjórnkerfi bæjarins. Ef svo er, í hverju verða þá þær breytingar fólgnar og stendur til að segja upp starfsfólki í kjölfarið?

Greinargerð: Í Víkurféttum sem komu út þann 10. október sl. mátti lesa frétt undir yfirskriftinni Hreinsanir og hljóðar svo: En það er fleira sem bæjarstjórinn hefur verið að sýsla frá því hann settist í splunkunýjan bæjarstjórastól. Á hans borði og meirihluta
Sjálfstæðisflokksins hafa verið til umræðu ýmsar breytingar í stjórnkerfi bæjarins. Hluti þeirra breytinga er færsla félagsmáladeildarinnar í leiguhúsnæði bæjarins í Kjarna að afnargötu 57. Starfsmenn Markaðs- og atvinnumála hafa verið í Kjarna en þeir
skipta við "féló" og fara í aðalskrifstofur Reykjanesbæjar við
Tjarnargötu. Þá hefur einnig heyrst að samfara þessum breytingum séu fleiri í farvatninu... Í kjölfarið hefur farið af stað umræða um að leggja eigi niður stofnanir eins og Markaðs- atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar. Það liggur fyrir að Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar verði flutt í Kjarna innan tíðar enda framkvæmdir þar í fullum gangi. Hins vegar hefur umræða um meiriháttar breytingar eins og þá sem hér er
nefnd hvorki farið fram í nefndum, bæjarráði né bæjarstjórn. Þessi umræða verður til þess að skapa óöryggi meðal starfsfólks og því er nauðsynlegt að fá þessari fyrirspurn svarað."
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024