Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 14. apríl 2003 kl. 08:39

Svar við skrifum Steinþórs Jónssonar

Ágæti Steinþór Jónsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Þakka svar við bréf mínu frá 1. apríl sl. Þakka þér einnig skilgreiningu þína á tilfinningalegri hentistefnu bæjaryfirvalda í málefnum þeirra er vilja finna húsum sínum notagildi í miðbæ Reykjanesbæjar.Eins og áður hefur komið fram í skrifum hér á vefsvæðinu, þá er ljóst að Umhverfis- og skipulagsráð segir ekki satt við afgreiðslu fyrirspurnar, þegar hún svarar málaleitan á þá leið að óheimilt sé "samkvæmt deiliskipulagi að vera með íbúðir á 1. hæð húsa við þennan hluta Hafnargötunnar." (Hér á Nefndin við svæðið frá Hafnargötu 18-26. að báðum húsum meðtöldum). -Þó má geta þess hér til gamans að Húseignin Hafnargata 22, sem er staðsett miðsvegar á milli 18 og 26, er skráð sem einbýlishús með búseturétt á báðum hæðum og gæti synjun erinda því jafnframt varðað við brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.

Á skrifum þínum má ætla að afgreiðsla Umhverfis- og skipulagsráðs við fyrirspurnum/erindum bæjarbúa sé ekki marktæk nema hún sé sett fram í þar til gerðu formlegu erindi. -Eða má skilja svar þitt á þann veg að annarri stefnu sé fylgt, -sé um formlegt erindi en ekki fyrirspurn að ræða? – Þá muni Nefndin e.t.v. ekki grípa til ósanninda við frávísun?

Orðalag þitt varðandi ástæður höfnunar fyrirspurnar er með ólíkindum og hljóðar þannig: "Vísun í deiliskipulag mætti tæknilega vera önnur. Eða með vísan í aðrar forsendur". -Ertu með þessu að gefa í skyn að það sé sama hvað, -Bæjaryfirvöld hefðu bara fundið aðrar hentugar ástæður til höfnunar erindis?

Þegar þetta er skrifað hef ég kostað umtalsverðum fjármunum til að verja lóðareign mína við Hafnargötu 18 fyrir ágangi bæjarfélagsins. Fyrir þann tilkostnað, fékk ég úrskurð frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Þar sem Byggingaryfirvöldum Reykjanesbæjar var gert að skila lóð minni, þar sem þau höfðu ekki ráðgert að greiða fyrir hana. Þá var Umhverfis- og skipulagsráði gert að fjalla að nýju um umsókn mína um heimild til íbúðar á neðri hæð við Hafnargötu 18, þar sem ekkert væri í aðalskipulagi eða deiliskipulagi sem bannaði slíkt.

Með kveðju,

Virðingarfyllst
Gunnar Geir Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024