Dubliner
Dubliner

Aðsent

Svar við opnu bréfi til Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 6. júní 2013 kl. 11:33

Svar við opnu bréfi til Reykjanesbæjar

Guðrún Þorsteinsdóttir, starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar, hefur sent Víkurfréttum svar við opnu bréfi frá áhyggjufullri móður, sem birtist hér á vf.is í gær. Svar Guðrúnar er hér að neðan:

Vísað er í tölvupóst yðar frá 29. maí varðandi ráðningar í auglýst starf við námsmannaátak Reykjanesbæjar og Vinnumálastofnunar. Hjálagður er rökstuðningur fyrir ráðningunum sbr. 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Reykjanesbær sótti um störf í gegnum námsmannaátak Vinnumálastofnunar fyrir 40 nemendur (það myndi skapa 80 nemendum störf hverju í 4 vikur) og fékk úthlutað 27 störfum. Þeim störfum þurfti að skipta niður á sviðin og voru þau auglýst á vef Reykjanesbæjar.

Umsækjendur um þessi störf voru um 90 nemendur.
 
Þessi störf eru viðbót við Vinnuskólann þar sem tekið er á móti öllum umsækjendum í 8. 9. og 10. bekk grunnskóla og garðyrkjudeildarinnar þar sem ráðnir voru 25 ungmenni á aldrinum 17 - 20 ára.
 
Á undanförnum árum hefur Reykjanesbær óskað eftir 250 störfum í gegnum námsmannaátak Vinnumálastofnunar á hverju sumri og höfum við fengið úthlutað tæplega 30 störfum hverju sinni en von okkar er að fá fleiri störf við úthlutun Vinnumálastofnunar.  

Með kveðju
Guðrún Þorsteinsdóttir,
starfsþróunarstjóri.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner