Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 11. mars 1999 kl. 21:54

SVAR TIL JÖRUNDAR KRISTINSSONAR

Í 8. Tölublaði Víkurfrétta fimmtudaginn 25.febrúar 1999 er að finna grein eftir Jörund Kristinsson lækni í Grindavík undir yfirskriftinni að krukka í sannleikann.Í grein sinni vitnar hann í grein í Framsóknarfréttum sem ber yfirskriftina Hvers vegna sprakk meirihlutinn. Þar sem undirritaður er höfundur þessarar greinar get ég ekki látið hjá líða að svara nokkrum atriðum, sem fram koma í máli Jörundar. Í umræddri grein var ég að reyna að koma auga á eitthvert mál sem öðru fremur hefði getað leitt til þess að meirihluti bæjarstjórnar sprakk, en ekki að rekja þetta einstaka mál í smáatriðum og sú tímasetning sem nefnd var stenst alveg í því samhengi, þó deila megi um hvort það sé farið að hausta eftir miðjan ágúst og því skal ég hér á eftir fara yfir þetta mál og feril þess eins og ég þekki hann, því lygara tel ég mig ekki vera og hef ekkert að fela í þessu máli. Bréf Jörundar Þú segir Jörundur að þú hafir rætt húsnæðismál þín við fyrrverandi bæjarstjóra fyrir kosningar og því hljóti framsóknarmenn að hafa vitað um málið mikið fyrr. Það kann að vera að bæjarstjórinn hafi rætt þetta mál við einhverja bæjarfulltrúa, en ekki minnist ég þess að hafa tekið þátt í þeim umræðum. Það er rétt að þú sendir bréf til bæjarráðs sem var dagsett 7. júlí 1998, en það er ekki rétt að formaður bæjarráðs hafi neitað að taka bréfið á dagskrá, það barst of seint og dagskrá hafði verið send út. Þetta bréf var svo lagt fram á næsta fundi í bæjarráði sem skipað er þremur mönnum einum frá hverjum flokki 22.júlí 1998, án þess að veruleg umræða hafi farið fram um innihald þess, að minnsta kosti er í fundargerð engin tillaga til bæjarstjórnar aðeins bókað, “ Bréf frá Jörundi Kristinssyni lækni dagsett 7. júlí lagt fram.” Bréfið var svo á dagskrá fundar bæjarstjórnar sem skipuð er 2 fulltrúum frá sjálfstæðisflokki 2 fulltrúum frá framsóknarflokki og 3 fulltrúum frá J lista 12.ágúst 1998 og hvað gerðist þar? Undirritaður var ekki á þeim fundi, þar sem ég var erlendis, en afgreiðsla málsins er athyglisverð, það kom ekki tillaga eða bókun frá einum einasta bæjarstjórnarmanni um hvernig brugðist skyldi við þessu erindi og bréfið var því afgtreitt eins og bókað var í fundargerð Bæjarráðs.. Voru bara framsóknarmenn á þessum fundi eða tóku kannski fleiri þátt í þessu svokallaða klúðri! Aðkoma mín að þessu máli hófst vegna áðurnefndrar utanlandsferðar, ekki fyrr, en eftir miðjan ágúst og í það er vitnað í grein minni því þá hafðir þú eignast talsmann Jörundur, því Ómar Jónsson kom þá með bréfið á meirihlutafund og þá urðu þessar umræður sem vitnað er til og þó ég hefði kannski átt að skrifa síðsumars en ekki í haust sé ég ekki að það skipti miklu máli. Húsakaup án baktryggingar Í einfeldni minni hélt ég að það væri það gott að búa í Grindavík, að menn gætu keypt hér hús án þess að til kæmu sérstakar baktryggingar frá bænum og þessvegna setti ég fram í grein minni, þá skoðun mína, að mér fyndist það slæm tilhugsun ef ekki væri hægt að fá hátekjufólk til að kaupa hús í bænum, án slíkra trygginga og átti þar við jafnt menn úr læknastétt sem og úr öðrum stéttum. Varðandi spurninguna hvort framsóknarmenn í Grindavík ætlist til þess að læknir sá sem starfar hér í bænum kaupi hús hér án baktryggingar til að vera til taks þegar þeim þóknast, þá get ég svarað því sem minni skoðun, að geti vinnuveitandi læknissins sem er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (sem er ríkisstofnun en ekki bæjarfyrirtæki ) ekki útvegað lækninum, viðunandi húsnæði, sé sjálfsagt að bæjaryfirvöld séu hjálpleg við að finna viðunandi leiguhúsnæði. Vilji læknirinn aftur á móti kaupa hús geri hann það á sama hátt og aðrir bæjarbúar. Það hefur aldrei hvarflað að mér að þrátt fyrir búsetu læknis hér á staðnum, sé hægt að ganga að því vísu að hægt sé að ná í hann ef eitthvað kemur uppá utan vinnutíma og lít reyndar á það sem heppni þeirra sem lenda í neyð utan vinnutíma læknisins, ef í hann næst. Niðurlag Ég vona að þetta svar mitt varpi nokkru ljósi á þann misskilning sem varð til skrifa þinna í Víkurfréttir og með ósk um að lýtaaðgerðin taki á sig aðra mynd og við munum njóta þjónustu þinnar um ókomna tíð er skrifum mínum um þetta mál lokið. Grindavík 1.mars 1999 Sverrir Vilbergsson Bæjarfulltrúi B lista
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024