SUS ályktar um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur
Á 38. sambandsþingi SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var á Stykkishólmi síðastliðna helgi var samþykkt ályktun um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur. Það var Georg Brynjarsson úr Heimi í Reykjanesbæ sem lagði ályktunina fyrir og er hún svo hljóðandi:
„Mikilvægt er fyrir framtíð og skipulag höfuðborgarinnar að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni og starfsemi hans verði flutt til Keflavíkurflugvallar enda verði ferðatími milli flugvallarins og höfuðborgarinnar styttur með viðeigandi framkvæmdum. Með auknum kostnaði íslenska ríkisins við rekstur Keflavíkurflugvallar skapast augljós hagræðing við rekstur eins flugvallar í stað tveggja nú.“
„Mikilvægt er fyrir framtíð og skipulag höfuðborgarinnar að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni og starfsemi hans verði flutt til Keflavíkurflugvallar enda verði ferðatími milli flugvallarins og höfuðborgarinnar styttur með viðeigandi framkvæmdum. Með auknum kostnaði íslenska ríkisins við rekstur Keflavíkurflugvallar skapast augljós hagræðing við rekstur eins flugvallar í stað tveggja nú.“