Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Suðurnesjalína 2 - Hvar er málið statt? 
Laugardagur 12. september 2020 kl. 07:08

Suðurnesjalína 2 - Hvar er málið statt? 

Hugleiðingar formanns SAR

Getum við ekki komist að niðurstöðu um eitt mikilvægasta mál fyrir framtíð Reykjaness og hvernig framtíðarþróun á atvinnu og búsetu verður? Það er deginum ljósara að við getum tekið góðar ákvarðanir um framtíðina sbr. nýjan skóla í Reykjanesbæ þar sem hugsað er fyrir öllu og börnum gefin tækifæri á að þróast og takast á við framtíðina en við getum ekki tekið ákvörðun um að tryggja afkomendum örugga raforku til að leiða okkur inn i framtíðina í verkefnum eins og að rafvæða allan bílaflota, taka á móti nýjum fyrirtækjum sem þurfa raforku til sinnar þróunar og vörusölu, farið í fiskeldi á landi, reist gagnaver og margt annað sem skapar okkur sérstöðu til frambúðar. 

Flugvöllurinn og allt sem honum tengist mun alltaf verða bakbein atvinnulífs á svæðinu og mun vaxa aftur en nýtum alla tengda möguleika svo áföllin verði minni ef einhver í framtíðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Svæðið okkar hefur upp á óendanlega möguleika að bjóða en við verðum að geta tekið ákvarðanir svo möguleikarnir raungerist. 

Ég skora á þá sem fara með málið að láta það ekki tefjast meira en orðið er og í raun langar mig ekki að rifja upp sögu verksins heldur horfa til framtíðar.

Guðjón Skúlason,
formaður SAR (Samtök
atvinnurekenda á Reykjanesi).