Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 23. apríl 2003 kl. 22:40

Suðurkjördæmi: Nýtt afl og Kristján Pálsson ekki í samstarfi

Hugmyndir um að stjórnmálahreyfingin Nýtt afl og Óháð framboð Kristjáns Pálssonar í Suðurkjördæmi mynduðu með sér bandalag til að komast að í fjölmiðlum eins og framboð sem bjóða fram í öllum kjördæmum gengu ekki upp.Í kvöldfréttum Útvarpsins var sagt að Nýtt afl hefði þar með gefið upp á bátinn að bjóða fram lista í Suðurkjördæmi. Jón Magnússon, einn af forsvarsmönnum hreyfingarinnar, segir að þetta sé ekki rétt. Framboðsfrestur sé ekki runninn út og áfram verði leitað leiða til að stilla upp lista í kjördæminu.

Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024