Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Styttan
Mánudagur 19. apríl 2010 kl. 12:36

Styttan


Mig langar til að segja ykkur sögu af styttu þeirri er ég gerði af Rúnari Júlíussyni. Fyrir líklega um 15 árum þá kom ég fram með tillögu um að gera styttu af hljómsveitinni Hljómum frá Keflavík. Ekkert gerðist þó í þeim málum. Um haustið 2008 fór ég aftur að hugsa um málið, og þar sem Hljómahöllin var í undirbúningi og Rúnar Júlíusson heiðurslistamaður bæjarinns ákvað ég að ræða við hann um að gera styttu af honum  og sjá svo til með framhaldið.

Hann kom til mín fimm dögum fyrir andlátið, og við ræddum um styttuna er ég vildi gera af honum. Hann var ánægður með að gerð yrði af honum stytta.
Við rædddum ekki fjármál né annað varðandi kostnað, þar sem sannleikurinn er sá að hvorugur okkar var með það í huga á þessum fyrsta fundi okkar.
Ekki hafði mér né nokkrum öðrum dottið í hug að fimm dögum síðar yrði hann látinn.

Hvað átti ég að gera ? Hætta við eða halda áfram ? Ég ákvað að halda áfram eftir að hafa talað við aðstandendur um að það væri þeim ekki á móti skapi en hefðu að öðru leyti ekki með málið að gera.
Það var víða talað um það bæði á Suðurnesjum sem og annarstaðar á landinu að það væri sjálfsagt að gerð yrði stytta af Rúnari Júlíussyni.

Eins og áður segir þá hélt ég einfaldlega áfram við gerð styttunar og lauk vinnu við hana um miðjan september en þá hafði ég unnið við gerð hennar í rúma 7 mánuði.
Á þeim tíma hafði ég sótt um styrk frá menningarnefnd bæjarinns og fengið synjun, boðið Reykjanesbæ styttuna til sölu og fengið synjun í tvígang.
Auðvitað hefði ég bara getað hætt við gerð styttunnar en þar sem ég hafði hafið verkið í samráði við Rúnar heitinn þá gat ég ekki hugsað mér að svo færi. Hélt ég því verkinu áfram á eigin kostnað er endaði í 600 þúsund króna hráefniskostnaði sem og greiðslu fyrir aðstoðarmenn.

Ég hef aldrey ættlað að „þröngva“  einum né neinum til þess að kaupa styttuna af mér eins og einhverjir hafa haldið fram.
Hinnsvegar þykir mér það slæmt að bæjarstjórn skuli ekki á nokkurn hátt hafa sýnt vilja til þess að stytta þessi fái sinn sess þar sem Rúnari Júlíussyni yrði sómi sýndur með styttunni í Hljómahöllini.
Menn hafa leitað eftir og viljað kaupa styttuna, sumir ekki fengið vegna ástæðna er ekki er hægt að gefa upp, aðrir viljað kaupa utan af landi og margir ekki vilja borga sanngjarn verð.
Hvað fyndist þér vera sangjörn laun ef þú værir búinn að vinna í rúma 7 mánuði að slíku verki og eyða 600 þúsund krónum (reyndar lífeyrissparnaði, þeim er bankarnir höfðu ekki stolið). Hvað teldir þú, lesandi góður, sangjarnt verð ?

Því kom fram sú hugmynd að gefa öllum tækifæri til að vera með og því hefur verið hafin söfnun fyrir styttunni til að gefa hana Poppminjasafninu.
Vegna ástandsinns í þjóðfélaginu er skiljanlegt að margir hafa ekki mkið fé á milli handana en það er þó von mín að til sé fólk er geti séð af 1000 kr og fái um leið nafn sitt ritað í bók er fylgja mun styttuni. Auðvitað er vel þegið að einstaklingar leggi til meira og skrái þá jafnframt nöfn fleirri í fjölskyldunni.
Nöfn þeirra er gefa munu fylgja styttuni um ókomna tíð og einnig verða þau skráð á diskling til varðveislu.
Sparisjóðurinn í Keflavík heldur utan um söfnunina og nöfnin skráð eftir útskrift frá bankanum. Reikningurinn er: 1109-05-407784 kt.180352-4309.

Lágmark nafna sem þarf er 2.200 en hámark 3000. Í dag eru aðeins komin um 100 nöfn og ber að þakka þeim einstaklingum fyrir þeirra framlag.

Ég vil einnig nota tækifærið og þakka þeim aðilum er hafa aðstoðað mig og eða boðið fram aðstoð fram að þessu fyrir þeirra hjálp. Ber þá sérstaklega að nefna Víkurfréttir, Merkiprennt, Grágás, Ránna, Sparisjóðinn, N1, Jón „bróðir“ Sveinsson og aðra þá einstaklinga er hjálpað hafa til með vinnu við gerð styttunar og hvatt mig áfram.

Ég hefði áhuga á að fá til liðs við mig einstakling eða félagasamtök til þess að sjá um söfnunina, og vinna sér jafnframt inn prósentur af henni. Þeir er hefðu áhuga gætu haft samband við mig í síma 892 1240 eða á e-mail [email protected].

Að endingu. Ég hef ákveðið að selja brjóstmynd þá er ég gerði af Rúnari Júlíussyni.
Það verða ekki gerð fleiri eintök en þetta eina, og er því um einstakt tækifæri að ræða. Þeir er áhuga hafa geta sent in tilboð á áðurnefnt e-mail eða haft samband.

Styttan er til sýnis á veitingastaðnum Ránni Keflavík og þar er einnig tekið á móti framlögum.


Með virðingu,vinsemd og gleðilegt sumar,
Rúnar Hart.











Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024