Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Stuðningur við stefnu og stjórnendur HSS
Föstudagur 2. apríl 2004 kl. 13:27

Stuðningur við stefnu og stjórnendur HSS

Á fundi millistjórnenda Heilbrigðisstofnunar  Suðurnesja með framkvæmdastjórn stofnunarinnar í dag 2. apríl var farið yfir fjölmiðlaumræðu síðustu daga varðandi ráðstöfun sjúkrarúma í D-álmu og heilsugæsluþjónustu. Fundurinn vill af þessu tilefni koma með eftirfarandi ályktun:
“Fundur millistjórnenda HSS lýsir yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjórn HSS og Sigríði Snæbjörnsdóttur framkvæmdastjóra í þeirri orrahríð sem nú stendur yfir.
Á einu ári hefur tekist að manna sex læknisstöður á heilsugæslunni og sjúkrahúsþjónusta hefur verið stórefld. Þjónusta við aldraða hefur aldrei verið meiri og fjölbreyttari en nú er og stefna stofnunarinnar er að sú þjónusta verði enn öflugri og í takt við kröfur nútímans. Fundurinn vonar að umræðan verði málefnalegri en verið hefur og friður skapist til þess að finna framtíðarlausn á ágreiningsefnum”.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024