Stórárás á heilbrigðiskerfið
Svo er að sjá sem brottvikning Jóhanns Einvarðssonar fyrrverandi bæjarstjóra og alþingismanns úr starfi sjúkrahúsráðsmanns í Keflavík geti orðið sú sprengja,sem kosið verður um í næstu kosningum en ekki hugsanleg innganga Íslenginga í Efnahagsbandalag Evrópu eins og Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur vonað og undirbúið. Í fréttum hefur verið talað um hugmyndalegan ágreining Jóhanns við ráðuneytisstjórann í heilbrigðisráðuneytinu.Vitað er að Jóhann lagði höfuð áherslu á að nýbyggð D-álma við sjúkrahúsið í Keflavík, yrði öll tekin í notkun þegar í stað og vitnaði þá í loforð Ingibjargar Pálmadóttur fyrrverandi ráðherra. Sú framkvæmd mundi minnka hinn langa biðlista á öldruðu fólki eftir sjúkavist á Suðurnesjum til muna. Um síðustu áramót voru um 70 á slíkum lista en þegar þetta er skrifað,er hann kominn í 85 nöfn, þar af eru 30-40 í brýnni þörf. Einn af læknum stofnunarinnar viðraði nýlega allt önnur sjónarmið í grein í Víkurfréttum. Í stað þess að ræða neyð aldraðra vill Konráð Lúðvíksson yfirlæknir sjúkrahússviðs Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja gera spítalann að tísku fyrirbrigði fyrir ríkt fólk, ekki síst útlendinga. Á þann veg telur hann að hægt sé snúa hallarekstri í gróða og hækka þar með laun starfsfólks. Enginn mér vitanlega hefur tekið undir hin annarlegu viðhorf læknisins nema hinn viðfelldni nýkjörni bæjarstjóri okkar, Árni Sigfússon. Hins vegar hygg ég,að Finnbogi Björnsson, stjórnandi elliheimilanna Garðsvangs í Garði og Hlévangs í Keflavík,hafi andað léttara við brottrekstur Jóhanns. Í fundargerð þjónustuhóps aldraða á Suðurnesjum frá því í vetur, var nefnilega bókun,að fagleg vinnubrögð væu nauðsynleg við innlagnir á vistunarstofnanir svæðisins. Þessi bókun var gerð eftir mikið og hart stríð við Finnboga og ráðskonu hans og þess óskað að heilbrigðisráðuneytið tilnefni mann sem fer með endanlegt innlagningarvald.
Stjórn aldraðra á Suðurnesjum hefur vegna þessara atburða, óskað eftir viðtali við ráðherra. Nú erum við komnir að kjarna málsins. Heilbrigðiskerfi okkar hefur lengi verið þyrnir í augum sanntrúaðra markaðshyggjumanna. Flest sem heitir húmanismi eða mannúð er eitur í þeirra beinum. Aldraðir og öryrkjar eru nokkurs konar skítugir
Palistínumenn í augum hins djúpvitra Davíðs og þar af leiðandi ekki á vetur setjandi í hinu nýja þjóðfélagi frjálshyggjunnar. Það er vel, að alþingiskosningar í vor snúist um þessi mál.
Hilmar Jónsson
Stjórn aldraðra á Suðurnesjum hefur vegna þessara atburða, óskað eftir viðtali við ráðherra. Nú erum við komnir að kjarna málsins. Heilbrigðiskerfi okkar hefur lengi verið þyrnir í augum sanntrúaðra markaðshyggjumanna. Flest sem heitir húmanismi eða mannúð er eitur í þeirra beinum. Aldraðir og öryrkjar eru nokkurs konar skítugir
Palistínumenn í augum hins djúpvitra Davíðs og þar af leiðandi ekki á vetur setjandi í hinu nýja þjóðfélagi frjálshyggjunnar. Það er vel, að alþingiskosningar í vor snúist um þessi mál.
Hilmar Jónsson